Skólanefnd

208. fundur 19. júní 2013 kl. 10:48 - 10:48 Eldri-fundur

208. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 18. júní 2013 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir formaður, Sigurður Friðleifsson aðalmaður, Valgerður Jónsdóttir aðalmaður, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Valgerður Jónsdóttir, ritari.

 

Dagskrá:

1.  1306015 - Starfsmannamál Hrafnagilsskóla 2013-2014
 Hrund fór yfir starfsmannamál skólans fyrir næsta skólaár. Flestar stöður hafa verið mannaðar. Anna Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri, hefur sagt starfi sínu lausu. Björk Sigurðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri og Anna mun sinna starfi sérkennslustjóra í hlutastarfi.
   
2.  1303006 - Hrafnagilsskóli - heildstæður skóladagur
 Hrund fór yfir stöðu málsins. Skipaður stýrihópur sem hefur hafið störf.
   
3.  1306014 - Nám - skóli - samfélag
 Lagt fram til kynningar.
   
4.  1305006 - Erindi til skólanefndar
 Erindi fært í trúnaðarbók.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:30

Getum við bætt efni síðunnar?