Skólanefnd

207. fundur 23. apríl 2013 kl. 16:16 - 16:16 Eldri-fundur

207. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 23. apríl 2013 og hófst hann kl. 11:45.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir formaður, Sigurður Friðleifsson aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Valgerður Jónsdóttir aðalmaður, Sigmundur Guðmundsson aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, Harpa Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi, Kolbrún Elfarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Eydís Elva Eymundsdóttir áheyrnarfulltrúi, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður, Jónas Vigfússon sveitarstjóri og Stefán árnason embættismaður.
Fundargerð ritaði:  Valgerður Jónsdóttir, ritari.

 

Dagskrá:

1.  1304017 - Skólanefnd-staða fjármála
 Stefán fór yfir stöðu fjármála. Rekstur leikskóladeildar er samkvæmt áætlun. Rekstur grunnskóladeildar er 6,8% yfir áætlun, skýringar þess eru aðallega aukinn launakostnaður vegna langtímaveikinda starfsmanna og aukinna sérúrræða.
   
2.  1304018 - Samræming skipulagsdaga innan sveitarfélaga
 Lagt fram til kynningar.
   
3.  1304019 - Skóladagatal Krummakots 2013-2014
 Hugrún kynnti drög að skóladagatali Krummakots. Skólanefnd samþykkir skóladagatalið, þannig að starfsdagur 3. janúar verði eftir hádegi.
   
4.  0905003 - Starfsmannamál Hrafnagilsskóla
 Hugrún kynnti starfsmannamál Krummakots.
   
5.  1304021 - Fæðisgjald og fjarvera barna
 Vísað til næsta fundar.
   
6.  1304022 - þróunarverkefnið "Virkur vinnustaður"
 Hugrún kynnti verkefnið.
   
7.  1304023 - Náms- og kynnisferð 2013
 Hugrún sagði frá fyrirhugaðri námsferð starfsfólks Krummakots.
   
8.  0905003 - Starfsmannamál Hrafnagilsskóla
 Hrund fór yfir starfsmannamál grunnskólans, vegna langtímaveikinda starfsmanna hefur þurft að bæta við starfsfólki. Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
   
9.  1304020 - Endurmenntunarsjóður Grunnskóla
 Hrund kynnti umsóknir sem lagðar hafa verið inn í Endurmenntunarsjóð grunnskóla.
   
10.  1304024 - Skólaslit grunnskóladeildar
 Rætt um skólaslit grunnskóladeildar. Hingað til hafa skólaslit verið að kvöldi. Nú hafa kennarar mótmælt því að ekki sé greitt fyrir yfirvinnu vegna skólaslita. Skólastjórnin hefur tekið þá ákvörðun að skólaslit verði að degi til vegna þess kostnaðar sem skólaslit að kvöldi hefur í för með sér. Skólanefnd harmar þessa niðurstöðu og telur að skólaslit að kvöldlagi eins og verið hefur sé heppilegri tímasetning.
   
11.  1304025 - íbúafundur um heildstæðan skóla
 Stefnt á íbúafund um heildstæðan skóla 6. maí
   
12.  1304026 - Stjórnsýslulögin - námskeið á vegum Sí og SíS
 Lagt fram til kynningar
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45

Getum við bætt efni síðunnar?