Skólanefnd

205. fundur 05. desember 2012 kl. 10:48 - 10:48 Eldri-fundur

205. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 4. desember 2012 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Sigurður Friðleifsson, Hólmgeir Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Sigmundur Guðmundsson, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, þór Hauksson Reykdal áheyrnarfulltrúi, Harpa Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður, Stefán árnason embættismaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Valgerður Jónsdóttir, ritari.

 

Dagskrá:

1.  1211011 - Fjárhagsáætlun 2013 skólanefnd
 Stefán kynnti forsendur fjárhagsáætlunar.
áætlað er að fyrirliggjandi rekstrarkostnaður leikskóladeildar hækki um 10,97%, sú hækkun skýrist aðallega vegna fjölgunar stöðugilda vegna sérkennslu og fjölgunar fagmenntaðra.
Gert er ráð fyrir að fyrirliggjandi rekstarkostnaður grunnskóladeildar hækki um 5,04%, og skýrist sú hækkun einkum af auknum kostnaði vegna sérúrræða.
Samþykkt að samræma einingarverð leikskólagjalda þannig að verð á klukkustund verði það sama óháð lengd vistunartíma. Skólanefnd leggur til að leikskólagjöld verði lækkuð og verði kr.2.500 kr. per vistunartíma, þannig verði sveitarfélagið gert að enn fýsilegri búsetukosti. Skólanefnd leggur til að afsláttarkjörum í leikskóladeild verði breytt þannig að 30% afsláttur verði veittur vegna annars barns og 60% vegna þriðja barns, ekkert leikskólagjald verði greitt vegna fjórða barns. Afsláttur á leikskólagjöldum barna þar sem báðir foreldrar eru atvinnulausir, eða í námi, eða annað foreldrið atvinnulaust og hitt í námi verði 33,33%. Mötuneytisgjöld verði hækkuð skv. vísitölu í samræmi við verksamning. Vistunargjöld í skólavistun í grunnskóla verði hækkuð í kr. 200 per klst. Umræddar breytingar taki gildi frá 1. ágúst n.k.

Skólanefnd samþykkir að vísa fjárhagsáætlun til sveitarstjórnar.
   


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30

Getum við bætt efni síðunnar?