Skólanefnd

204. fundur 14. nóvember 2012 kl. 14:15 - 14:15 Eldri-fundur

204. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í matsal Hrafnagilsskóla, miðvikudaginn 14. nóvember 2012 og hófst hann kl. 11:50.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir formaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Valgerður Jónsdóttir aðalmaður, Sigmundur Guðmundsson aðalmaður, Jónas Vigfússon sveitarstjóri, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi og Inga Bára Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Valgerður Jónsdóttir, ritari.

 

Dagskrá:

1.  1211007 - Skólaskýrsla 2012
 Lagt fram til kynningar.
   
2.  1211008 - Samræmd próf Hrafnagilsskóla
 Hrund kynnti niðurstöður samræmdra prófa í Hrafnagilsskóla.
   
3.  1211009 - Hrafnagilsskóli - vinnureglur
 Rætt um vinnureglur sem gilda varðandi lokun á skóla vegna ófærðar.
   
4.  1209028 - Grunnskóladeild skólaárið 2012-2013
 Skólanefnd samþykkir kostnaðarauka vegna nemenda sem sækja aðra skóla vegna sérúrræða.
   
5.  1211010 - Kostnaður vegna skóla 2011
 Lagt fram til kynningar, excel-skjal sem sýnir rekstrarkostnað í grunnskólum landsins.
   
6.  1211011 - Fjárhagsáætlun 2013 skólanefnd
 Hrund kynnti þarfir skólans vegna tölvu- og tækjakaupa og kostnað vegna endurmenntunar.
Umræðu frestað til næsta fundar.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:20

Getum við bætt efni síðunnar?