Skólanefnd

197. fundur 04. júní 2012 kl. 13:32 - 13:32 Eldri-fundur

197 . fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 21. febrúar 2012 og hófst hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Sigurður Friðleifsson, Valgerður Jónsdóttir, Hólmgeir Karlsson, Sigmundur Guðmundsson, Jónas Vigfússon, Karl Frímannsson, Hans Rúnar Snorrason, Inga Bára Ragnarsdóttir og þór Hauksson Reykdal.
Fundargerð ritaði:  Valgerður Jónsdóttir.

 

Dagskrá:

1.  1103009 - Skólavogin
 Skólavogin er vefkerfi sem miðar að því að veita sveitarfélögum stöðugan aðgang að nýjum upplýsingum sem aflað er um skóla á íslandi. Skólavogin skilar samanburði á viðhorfi nemenda, foreldra og kennurum í grunnskólum, árangri nemenda og ýmsum rekstrarupplýsingum. Skólavogin er tæki sem nýtist sveitarfélögum við að koma til móts við lögbundnar kröfur um mat og eftirlit með skólum ásamt því að veita gagnlegar upplýsingar vegna úthlutunar fjármagns til skóla. þátttaka Hrafnagilsskóla mundi kosta um 320 þúsund á ári og skuldbinding þátttöku er ár í senn. Skólanefnd sammála um að óska eftir aukafjárveitingu til að taka þátt í verkefninu.
   

2.  1103014 - Skólaakstur
 Rætt um þær kröfur sem skuli gerðar til skólaaksturs í komandi útboði. Skólanefnd sammála þeim atriðum sem fram koma í minnisblaði, auk þess leggur nefndin til að aldrifsbílar verði á tveimur leiðum og að ávallt verði keyrt inn á heimreiðar til að tryggja öryggi barna þegar þau fara í og úr bílum.
   

3.  0711005 - Mötuneyti - Samningur um rekstur
 Rætt um þær kröfur sem skuli gerðar til reksturs mötuneytisins í komandi útboði. Skólanefnd sammála þeim atriðum sem fram koma í minnisblaði.
   

4.  1202011 - Lög og reglugerðir
 Lagt fram til kynningar.
   

5.  1012002 - Ráðgjafaþjónusta - endurskoðun samnings
 Nefndin samþykkir að samningur um ráðgjafaþjónustu verði endurskoðaður sbr. fyrirliggjandi beiðni.
   

6.  1202012 - ályktun kirkjuþings 2011
 Lagt fram til kynningar.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   23:00

Getum við bætt efni síðunnar?