196 . fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 6. desember 2011 og hófst
hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Sigurður Friðleifsson, Valgerður Jónsdóttir, Hólmgeir Karlsson, Sigmundur Guðmundsson, Karl Frímannsson, Hans
Rúnar Snorrason, Inga Bára Ragnarsdóttir og Harpa Friðriksdóttir.
Fundargerð ritaði: Valgerður Jónsdóttir, ritari.
Dagskrá:
1. 1112006 - Nafn á leikskóladeild Hrafnagilsskóla
Tekið fyrir erindi frá foreldrafélagi leikskóladeildar, þar sem óskað er eftir að leikskóladeild haldi sínu gamla nafni
Krummakot. Skólanefnd samþykkir erindið.
2. 1103014 - Skólaakstur
Stefnt er að því að bjóða út skólaakstur fyrir næsta skólaár skv. samningi. Segja þarf upp núverandi
samningi fyrir áramót.
3. 0711005 - Mötuneyti - Samningur um rekstur
Stefnt er að því að bjóða út rekstur mötuneytis fyrir næsta skólaár skv. samningi. Segja þarf upp núverandi
samningi fyrir áramót.
4. 1112007 - Staða Hrafnagilsskóla - greinagerð án fylgiskjals
Karl fór yfir starfsmannamál, aðstöðu og
búnað við Hrafnagilsskóla. Endurnýjun á búnaði og viðhald á húsnæði hefur ekki verið samkvæmt
þörfum undanfarin ár. Skólanefnd sammála um að gera verði ráð fyrir þessum kostnaði og forgangsraða verkefnum.
Nauðsynlegt er að skilgreina hvaða þættir viðhalds og búnaðar tilheyri rekstri skólans og hvað tilheyri eignasjóði.
Skólanefnd felur Karli að gera tillögu að lista um þann stofnbúnað sem eðlilegt er að fylgi skólahúsnæðinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:35