195 . fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 22. nóvember 2011 og
hófst hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Valgerður Jónsdóttir, Hólmgeir Karlsson, Sigmundur Guðmundsson, Jónas Vigfússon, Karl Frímannsson, Hans
Rúnar Snorrason, Inga Bára Ragnarsdóttir, þór Hauksson Reykdal, Stefán árnason og Harpa Friðriksdóttir.
Fundargerð ritaði: Valgerður Jónsdóttir, ritari.
Dagskrá:
1. 1010004 - Skólastefna sveitarfélagsins
Skólanefnd hefur skipað starfshóp til þess að vinna skólastefnu fyrir sveitarfélagið. Reiknað er með að starfshópurinn
hefji störf á næsta ári. óskað er eftir að tillit verði tekið til kostnaðar vegna starfshópsins í
fjárhagsáætlun, áætlaður kostnaður er 500 þúsund. Breytingar á áður skipuðum starfshóp verði að Harpa
Friðriksdóttir komi inn í stað Bjarkeyjar Sigurðardóttur sem fulltrúi foreldra leikskólabarna og Hrund Hlöðversdóttir frá
starfsmönnum leikskóladeildar í stað þorvaldar þorvaldssonar.
2. 1111024 - Fjárhagsáætlun 2012 skólan.
Karl kynnti drög að fjárhagsáætlun vegna
Hrafnagilsskóla. áætlunin gerir ráð fyrir hækkun gjalda um 3,98% frá fyrra ári. Launahækkanir hafa orðið í
kjölfar kjarasamninga og gert er ráð fyrir tekjusamdrætti í leikskóladeild vegna færri barna. Gert er ráð fyrir að í
heild hækki málaflokkurinn fræðslumál um 3,65% frá fyrra ári. Skólanefnd samþykkir að vísa
fjárhagsáætlun til sveitarstjórnar. Gjaldskrá skólans verður endurskoðuð fyrri hluta næsta árs.
3. 1111026 - Samningur um ráðgjafaþjónustu við leikskóla
Drög að endurnýjun á samningi kynntur. Skólanefnd samþykkir endurnýjun á samningi.
4. 1105017 - ávaxta- og grænmetisstundir
Athugasemd hefur borist frá Skólaráði vegna ákvörðunnar skólanefndar um að bæta kostnaði við ávaxta og
grænmetisstundir inn í mötuneytisgjöld. Skólaráð leggu áherslu á að grænmetisstundir verði valfrjálsar.
Skólanefnd leggur til að þeir foreldrar sem ekki óska eftir að kaupa ávexti geti tilkynnt það til skólans.
5. 1103009 - Skólavogin
Bréf hefur borist frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sú
ákvörðun er tilkynnt að leita samstarfs við Skólapúlsin í stað Skólavogarinnar. Karl kynnti Skólapúlsinn sem
Hrafnagilsskóli hefur verið aðili að undanfarin ár. Skólapúlsinn nýtist m.a. vel sem innra mat í grunnskólum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00