Skólanefnd

191. fundur 26. janúar 2011 kl. 09:08 - 09:08 Eldri-fundur

191 . fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn Syðra Laugaland, þriðjudaginn 25. janúar 2011 og hófst hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Sigurður Friðleifsson, Valgerður Jónsdóttir, Hrund Hlöðversdóttir, Hólmgeir Karlsson, Jónas Vigfússon, Karl Frímannsson, Hans Rúnar Snorrason, Inga Bára Ragnarsdóttir, Indiana ósk Magnúsdóttir og þór Hauksson Reykdal.
Fundargerð ritaði:  Valgerður Jónsdóttir, ritari.

 

Dagskrá:

1.  0905003 - Starfsmannamál grunn- og leikskóla
 Stjórn leikskóladeildar: þorvaldur þorvaldsson aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar hefur látið af störfum. Rætt var um ráðningu í hans stað.  Samþykkt að fela formanni og Karli að vinna að starfslýsingu fyrir aðstoðarskólastjóra leikskóladeildar, staðan verði auglýst í framhaldi af því.
Deildarstjórar í leikskóladeild: ósk hefur borist frá leikskólanum að deildarstjórum verði fjölgað um einn, úr þremur í fjóra.  Samþykkt að auglýsa eftir leikskólakennara um leið og auglýst verður eftir aðstoðarskólastjóra leikskóladeildar, þar sem ljóst er að leikskólakennurum mun fækka við skólann í vor.  ákvörðun um fjölgun deildarstjóra verður tekin í framhaldi af ráðningu aðstoðarskólastjóra leikskóladeildar.
Starfsmannamál í leikskóladeild:  Aukin þörf er á starfskrafti vegna fjölgunar barna.  Samþykkt að hálfu stöðugildi verði bætt við á leikskóladeild sem fyrst.

   
2.  0803049 - Hönnun skólalóðar
 Sveitarstjóri sýndi uppdrátt að fyrirhuguðum framkvæmdum við skólalóð.   Skólaráði verða kynntar tillögurnar á næstunni.  Stefnt er að því að ljúka fyrsta áfanga við framkvæmdirnar á þessu ári.

   
3.  1101007 - Skólanámsskrá grunnskóladeildar
 Karl kynnti endurskoðun á skólanámskrá grunnskóladeildar.  Námskráin hefur verið uppfærð frá síðasta ári.  Skólanefnd gerir engar athugasemdir.   Von er á nýrri aðalnámskrá í haust, Karl leggur til að vinna við ítarlega endurskoðun á skólanámskrá verði hafin fljótlega.

   
4.  1101010 - Vinnureglur vegna skólaksturs
 Borist hefur bréf frá stjórn foreldrafélags grunnskóladeildar.  óskað er eftir því að skerpt verði á vinnureglum varðandi skólaakstur.  Karli falið að ræða erindi bréfsins við þjónustuaðila og fylgja erindinu eftir.  Einnig verði skýrðar verklagsreglur skólans varðandi óveður.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:40

Getum við bætt efni síðunnar?