149 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 11. nóvember 2010 og hófst hann kl.
17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas
Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Fundargerð 14. fundar svæðisskipulagsnefndar lögð fram til kynningar.
2. 1008014 - Arnarholt - Deiliskipulag frístundabyggðar
Borist hefur ný tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Arnarholts í Leifsstaðabrúnum. ákveðið að kanna hvort hægt
sé að skylda lóðarhafa til að vera í félagi um gatnagerð, rotþró o.þ.h. og einnig varðandi kvöð um að tengjast
hreinsistöð ef hún verður byggð. þá bendir skipulagsnefnd á fyrri afstöðu varðandi fjölda lóða og fer fram á að
tillögunni verði breytt þannig að lóðirnar verði 4 í stað 5.
Frekari afgreiðslu erindisins frestað.
3. 1010011 - Höskuldsstaðir stækkun á íbúðarhúsareit á aðalskipulagi
Rósa árnadóttir
óskar eftir breytingum að íbúðasvæði í landi Höskuldsstaða.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýst verði breyting á íbúðasvæði íS15 á aðalskipulagi í samræmi við
tillögu frá Búgarði dags. 3.11.2011.
Ingólfur Sigurðsson óskar eftir byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á byggingarreit sem kemur fram á sama uppdrætti.
Ekki er hægt að taka erindið fyrir fyrr en breyting á aðalskipulagi hefur tekið gildi og deiliskipulag hefur verið samþykkt fyrir svæðið.
þá kemur fram fyrirspurn um leyfi fyrir allt að þremur íbúðarhúsum í landi Reinar 3. Sú heimild var veitt áður en
fjarlægðarmörk voru sett í aðalskipulagið.
4. 0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Rætt var um tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku. ákveðið að halda kynningarfund um mánaðamót nóv.-des.
n.k.
5. 1010020 - Reglur um aðstöðuhús
Frestað.
6. 1009016 - Setning reglna um umferð hesta- og hjólamanna
Frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10