Skipulagsnefnd

148. fundur 26. október 2010 kl. 09:41 - 09:41 Eldri-fundur

148 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 25. október 2010 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.


Dagskrá:


1.  1010011 - Höskuldsstaðir stækkun á íbúðarhúsareit á aðalskipulagi
Ingólfur Sigurðsson sækir um stækkun á íbúðarhúsareit íS 14, eða íS 15 í landi Höskuldsstaða þannig að bætt sé við einni stórri íbúðarhúsalóð í samræmi við uppdrátt frá Búgarði dags. 14.10.2010.
Sveitarstjóra falið að leita lausna á erindinu með því að breyta mörkum íS 14, eða íS 15. í staðinn verði íS 15 minnkað. Gæta þarf að fjarlægðarmörkum í samræmi við aðalskipulag.
Einnig bendir skipulagsnefnd á að erindið þarf að koma frá landeiganda og áður en heimilað verður að byggja á landinu þarf að deiliskipuleggja reitinn í heild sinni.


2.  1010013 - Festarklettur, nýtt nafn í stað Knarrarbergsland
Tómas Ingi Olrich tilkynnir nýtt nafn á jörðina Knarrarbergsland og nefnist hún Festarklettur. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd.


3.  1009016 - Setning reglna um umferð hesta- og hjólamanna
íBA hvetur Eyjafjarðarsveit og þingeyjarsveit til að setja reglur varðandi göngufólk, hesta- og hjólamenn. ákveðið að fela sveitarstjóra að kanna hvernig þingeyjarsveit tekur á málinu varðandi Bíldsárskarð og kanna lagalegar forsendur fyrir slíkum reglum.  


4.  1010019 - Björk - Landskipti
Eigendur jarðarinnar Bjarkar óska eftir samþykki fyrir landskiptum í samræmi við uppdrátt frá Búgarði dags. 15.01.2009 og samning um landskipti dags. 20. okt. 1994.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin.


5.  1010020 - Reglur um aðstöðuhús
Tillaga að reglum um aðstöðuhús/garðhýsi lögð fram til kynningar. 


6.  1008014 - Arnarholt - Deiliskipulag frístundabyggðar
Baldur Hauksson umsækjandi og ágúst Hafsteinsson arkitekt mættu á fundinn til að kynna hugmyndir að deiliskipulagi frístundasvæðisins Arnarholts í Leifsstaðabrúnum.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:15

Getum við bætt efni síðunnar?