Skipulagsnefnd

147. fundur 22. október 2010 kl. 08:55 - 08:55 Eldri-fundur

147 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 21. október 2010 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Fundurinn var sameiginlegur með umhverfisnefnd undir 1. lið dagskrár.

Dagskrá:


1.  1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Lagt fram til kynningar.


2.  0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
ólafur árnason umhverfisfræðingur hjá Eflu sat fundinn og kynnti breytingar og viðbætur á umhverfisskýrslu. ákveðið að leggja til að ný grjótnáma í Syðri-Pollaklöpp í Hvammi verði sett inn í kynningarferlið með sérstökum skilyrðum varðandi efnismagn, frágang og vinnslutíma.


3.  1009028 - Fyrirhuguð breytt landnotkun Grísarár
Skipulagsnefnd telur að umrætt svæði sé æskilegt framtíðarbyggingarsvæði þó hægt sé að nýta það til annarra nota í einhver ár.
Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að leita samninga við eigendur um kaup og nýtingu á svæðinu.


4.  1010011 - Höskuldsstaðir stækkun á íbúðarhúsareit á aðalskipulagi
Erindinu frestað.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:00

Getum við bætt efni síðunnar?