146 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 30. september 2010 og hófst hann kl.
17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas
Vigfússon.
Fundargerð ritaði: árni Kristjánsson, Formaður.
Jónas vék af fundi kl. 18.10
Dagskrá:
1. 1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Erindi lagt fram til kynningar.
2. 1009026 - ósk um heimild til að taka lóð úr landbúnaðarnotum
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar, en tekur ekki afstöðu til breyttrar landnotkunar.
3. 1009010 - Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - í landi Hlíðarenda
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við
tillöguna.
4. 0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Rætt var um "Greinargerð með breytingu á aðalskipulagi 10. júlí 2010".
Skipulagnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á greinargerðinni.
Að efnistökusvæði ES21 austast á hverfisvernarsvæðinu vestan Eyjafjarðarbrautar eystri verði ekki tekið inn í aðalskipulag sem formlegt
efnistökusvæði. þess í stað verði mögulegt að sækja um einstakar undanþágur til efnistöku þar, ef brýnar
ástæður eru fyrir hendi, t.d. vegna vegagerðar eða annarra stærri framkvæmda á nærliggjandi svæði. Leyfi til efnistöku á
þessu svæði verði þó ætíð háð þeim ströngu skilyrðum sem fram koma í umhverfisskýrslu Eflu með breytingu
á aðalskipulagi 10. júlí 2010.
Varðandi efnistökusvæði ES6 og ES7: Skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að þegar á þessu hausti verði framkvæmt mat
á hugsanlegri breytingu á fiskgengd í þverá ytri vegna breytinga sem orðið hafa/gerðar hafa verið á árfarveginum. Um er að
ræða verulegar breytingar á svæði frá ræsi við þjóðveg niður fyrir ræsi neðan hins manngerða lóns frá
því úttekt var gerð á ánni árið 2008 af hálfu Veiðimálastofnunar. Ef þessar breytingar koma í veg fyrir að bleikjan
geti gengið upp á hrygningarstöðvar ofar í ánni (sbr. skýrslu VMST/08033 Mat á Eyjafjarðará og hliðarám...) verði jafnframt
gerðar ráðstafanir til að endurheimta fyrri skilyrði í ánni hvað varðar fiskgengd.
Að svæði ES19 austan Eyjafjarðarár falli út, þar sem efnisflutningur af svæðinu er torveldur.
Að svæði ES24 við Stíflubrú falli út vegna nálægðar við mikilvægt hrygningarsvæði.
Að svæði ES22, sprengináma í Hvammi, falli út vegna nálægðar við næstu bújörð.
Skipulagsnefnd leggur til að þessi breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku með ofangreindum breytingum fari í lögformlega kynningu.
5. 1009012 - Ný skipulagsreglugerð
Lagt fram til kynningar.
6. 1009016 - Setning reglna um umferð hesta- og hjólamanna
Erindi frestað.
7. 1009028 - Fyrirhuguð breytt landnotkun Grísarár
Erindi frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15