142 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 9. september 2010 og hófst hann kl.
17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Jónas Vigfússon og Karel Rafnsson.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Fundargerð 12. fundar nefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar lögð fram til kynningar.
2. 1009003 - Breyting á deiliskipulagi fyrir Akureyrarflugvöll
óskað er umsagnar skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi fyrir Akureyrarflugvöll.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu.
3. 1008014 - Arnarholt - Deiliskipulag frístundabyggðar
Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi frístundasvæðis í Leifsstaðabrúnum á landi sem nefnt hefur verið Arnarholt.
Deiliskipulagið er ekki að öllu leyti í samræmi við skilmála aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar.
Landeigandi skal skila inn skriflegum heimildum Vegagerðar og landeigenda fyrir vegtengingum og siturbeði.
Vakin er athygli á því að byggingarleyfi verður ekki gefið út fyrr en lóð er byggingarhæf í samræmi við 2. tl. gr. 7.2
í greinargerð I um aðalskipulag.
óskað er eftir að tillagan verði lagfærð og lögð fram aftur.
4. 1008006 - Umferðaröryggismál
Rædd voru umferðaröryggismál og skipulagsnefnd leggur til að hægri réttur
verði afnuminn og sett biðskildumerki á gatnamótum Veigastaðavegar (828) og Knarrarbergsvegar (8490) (Leifsstaðavegar). þá leggur nefndin til að
vegurinn verði nefndur Leifsstaðavegur frá Eyjafjarðarbraut eystri (829) að Leifsstöðum.
Einnig verði hægri réttur afnuminn og sett biðskildumerki á Finnastaðaveg (824) og Dalsveg (825) þar sem þeir vegir tengjast Eyjafjarðarbraut vestri
(821).
þá verði Reykárhverfi vestan Eyjafjarðarbraut vestri (821) gert að 30 km hverfi.
5. 1008019 - Undirgöng við Hrafnagilsskóla
Rædd var hugmynd Jóns Stefánssonar um undirgöng við Hrafnagilssskóla.
ákveðið að mæla umferðarhraða við Reykárhverfi.
6. 1008015 - Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - stækkun golfvallar
Breyting á aðalskipulagi Akureyrar vegna stækkunar golfvallar lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10