Skipulagsnefnd

139. fundur 20. ágúst 2010 kl. 11:30 - 11:30 Eldri-fundur

139 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 19. ágúst 2010 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Eiríksson, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:


1.  1007002 - Höskuldsstaðir ósk um leyfi til að byggja sumarhús á landi jarðarinnar
á seinasta fundi skipulagsnefndar var hafnað erindi Ingólfs Sigurðssonar um að byggja sumarhús í landi Höskuldsstaða. Ingólfur óskar eftir endurupptöku málsins með frekari rökum.
Samkvæmt grein 2.3.1 í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar gilda almennt sömu reglur um byggingu stakra frístundahúsa á bújörðum og gilda um stök íbúðarhús. Samkvæmt grein 2.2.1 verða byggingar stakra íbúðarhúsa ekki leyfðar á jörðum þar sem skilgreind íbúðar- eða frístundasvæði hafa verið heimiluð. Með vísan til þessa og fyrri rökstuðnings er erindinu hafnað.


2.  1006018 - Breyting á aðalskipulagi. Syðri-Varðgjá, umsókn um að skilgreining landsspildu verði breytt úr íbúðarhúsabyggð í verslunar og þjónustusvæði
á seinasta fundi skipulagsnefndar var erindi þórarins Gunnarssonar tekið fyrir um að hluti af svæði sem skilgreint er sem íbúðarhúsasvæði, í landi Syðri-Vargjár á aðalskipulagi, verði breytt í verslunar og þjónustusvæði. Erindinu var frestað og ákveðið að afla frekari upplýsinga. Samkvæmt þeim upplýsingum eru hugmyndir landeigenda um aðkomu inn á þjónustu- og íbúðasvæðið í samræmi við uppdrátt sem fylgir erindinu. Vegagerðin telur þá aðkomu koma til greina ef fylgt er veghönnunarreglum Vegagerðarinnar.
í samræmi við framanritað getur skipulagsnefnd fallist á að aðalskipulagi verði breytt þannig að þjónustusvæði komi á þessum stað. Til þess að svo megi verða þarf formlegt erindi að koma frá landeigendum. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að gætt verði ákvæða aðalskipulags varðandi fjarlægðarmörk o.fl. og vegtenging verði samþykkt af Vegagerðinni.


3.  0907007 - Mikligarður 1 - Umsókn um leyfi fyrir aðstöðuhúsi
 Ingólfur Jónsson sækir um leyfi til að flytja aðstöðuhús í land Miklagarðs 1. Skipulagsnefnd hafnar erindinu og bendir á að þegar hefur verið veitt leyfi fyrir einu aðstöðuhúsi á jörðinni.
 

4.  0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
 Frestað.

   
5.  1008006 - Umferðaröryggismál
Frestað.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:15

Getum við bætt efni síðunnar?