138 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, föstudaginn 30. júlí 2010 og hófst hann kl.
08:15.
Fundinn sátu:
árni Kristjánsson, Jón Stefánsson, Emilía Baldursdóttir, Sigurður Hólmar Kristjánsson, Sigurður Eiríksson og Jónas
Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1006003 - Umsókn um að landskiki og sumarhús úr landi Valla beri heitið Djúpasel
Kristín þ.
Kjartansdóttir og Hlynur Hallsson óska eftir heimild til að nefna sumarbústað sinn í landi Valla, Djúpasel. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti
heiti landskikans, en tekur ekki afstöðu til heita sumarhúsa.
2. 1007006 - óskað eftir að íbúðarhús, byggt á lóð úr landi Fífilgerðis, verði nefnt
Fífilgerði 2
Hörður Edvinsson óskar eftir heimild til að nefna íbúarhús sitt í landi Fífilgerðis,
Fífilgerði 2. Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
3. 1007002 - Höskuldsstaðir ósk um leyfi til að byggja sumarhús á landi jarðarinnar
Ingólfur Sigurðsson
óskar eftir heimild til að byggja sumarhús í landi Höskuldsstaða á svæði sem á aðalskipulagi er merkt sem
landbúnaðarsvæði, aðliggjandi skipulögðu íbúðarhúsasvæði. Við gerð gildandi aðalskipulags var fallið frá
að hafa svæði undir frístundabyggð á þessum stað bæði vegna nálægðar við
íbúðarhúsasvæðið og að um verðmætt landbúnaðarland er að ræða. í stað þess var samþykkt
frístundasvæði ofar í landi Höskuldsstaða.
Skipulagsnefnd hafnar því erindinu og vísar á áður nefnt frístundasvæði ofar í landi jarðarinnar.
4. 1007005 - Umsókn um göngustíg við Eyjafjarðarbraut vestri 821
Berglind og Jón á Hrafnagili óska eftir heimild til
að leggja göngustíg frá Hrafnagili að Reyká, vestan Eyfjafjarðarbrautar vestri.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Sveitarstjóra falið að kynna málið fyrir nágrönnum.
5. 1006018 - Breyting á aðalskipulagi. Syðri-Varðgjá, umsókn um að skilgreining landsspildu verði breytt úr
íbúðarhúsabyggð í frístundabyggð
Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og málinu frestað.
6. 1005016 - Leifsstaðabrúnir - Umsókn um að frístundalóðum nr. 8, 9 og 10 verði breytt í
íbúðarhúsalóðir
Ari Sigþór Eðvaldsson óskar eftir áliti á því að breyta lóðum
númer 8, 9 og 10 í Leifsstaðabrúnum í íbúðarhúsalóðir í stað frístundalóða. þrátt fyrir
nýja vegtengingu að lóðum 8 og 9 þá er það samhljóða álit skipulagsnefndar að svæðið neðan Leifsstaðavegar
henti vel sem frístundasvæði en ekki sem íbúðasvæði og vitnar í fyrri rök sveitarstjórnar, sem fram koma m.a. í greinargerð
frá nóv. 2006.
7. 1001007 - Hálendisvegir og slóðar
ákveðið að fara vettvangsferð til að skoða hálendisvegi og
slóða í samráði við Samút og aðra hagsmunaaðila.
8. 1001009 - Hitaveita frá Botni að árbæ
Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi vegna hitaveituframkvæmda frá
Botni að árbæ.
Erindið samþykkt.
9. 1005017 - Kvíaból - Umsókn um að staðsetja geymslu og aðstöðuhús á lóðinni
Jónatan
Tryggvason óskar eftir að fá að staðsetja geymslu samkvæmt nýjum uppdrætti frá Eyjafjarðarsveit, dags. 29. júlí 2010.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti í samræmi við 3. tl. 62. gr. skipulags- og byggingarlaga. Leyfið er veitt með því skilyrði að
útlit hússins verði fært í viðunandi horf.
10. 1006001 - Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - Breyting á Akureyrarflugvelli
Akureyrarbær kynnir breytingar á
aðalskipulagi Akureyrar vegna Akureyrarflugvallar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00