Skipulagsnefnd

137. fundur 02. júní 2010 kl. 13:40 - 13:40 Eldri-fundur
137 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 27. maí 2010 og hófst hann kl. 17:30.
Fundinn sátu:
óli þór ástvaldsson, Brynjar Skúlason, Karel Rafnsson, Einar Grétar Jóhannsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.     1004012 - þverá fasteign ehf sækir um byggingareit fyrir stoðefnageymslu
þverá fasteign óskar eftir leyfi fyrir byggingarreit fyrir stoðefnageymslu á landi sem afmarkað er fyrir efnistökusvæði á aðalskipulagi. Eftir skoðun á staðnum og lagfæringar sem hafa verið gerðar á efnistökusvæðinu þá fellst skipulagsnefnd á að geymslan fer betur á þessum stað heldur en inni á lóð Moltu og samþykkir því erindið fyrir sitt leyti í samræmi við 3. tl. 62. gr. skipulags- og byggingarlaga.
         
2.     0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Borist hafa umsagnir Veiðimálastofnunar og Sverris Thorstensen vegna nýrra efnistökustaða, sem óskað hefur verið eftir að verði settir á aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar. ákveðið að óska eftir að eftirfarandi stöðum verði bætt við umhverfisskýrslu:
í Möðruvallalandi í nágrenni Helgastaða og sunnan Stíflubrúar vestan ár, sunnan Djúpadalsár í landi Rauðhúsa, við Djúpadalsá í landi Hvassafells, á sandeyrum í landi Munkaþverár, Teigs og Ytra- og Syðra-Gils, í landi Bringu, neðan við Hrísa og við Finnastaðaá neðan Finnastaðavegar.
         
3.     1005016 - Leifsstaðabrúnir - Umsókn um að frístundalóðum nr. 8, 9 og 10 verði breytt í íbúðarhúsalóðir
Málinu frestað.
         
4.     1005017 - Kvíaból - Umsókn um að staðsetja geymslu og aðstöðuhús á lóðinni
Samþykkt að setja málið í grenndarkynningu.
         
Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18:45
Getum við bætt efni síðunnar?