Skipulagsnefnd

134. fundur 20. apríl 2010 kl. 09:35 - 09:35 Eldri-fundur
134 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 19. apríl 2010 og hófst hann kl. 17:30.
Fundinn sátu:
óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar Grétar Jóhannsson, Arnar árnason og Jónas Vigfússon.

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.



Dagskrá:


1.     1003007 - Frístundabyggð í landi Staðarhóls
Sigurgeir Garðarsson ehf. óskar eftir að Eyjafjarðarsveit sjái um breytingar á aðalskipulagi þannig að 4,46 ha. landspilda úr landi Staðarhóls verði tekið úr landbúnaðarnotum og breytt í frístundasvæði. Jafnframt verði heimilað að gera deiliskipulag af svæðinu.
í gildandi aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar er gert ráð fyrir 5 svæðum fyrir frístundabyggð í landi öngulsstaða og Staðarhóls ofan þjóðvegar samtals rúmlega 18 ha. með 39 húsum. þar af eru 11,34 ha. sameiginlega í landi öngulsstaða og Staðarhóls þar sem gert er ráð fyrir 24 húsum. þessi heimild er ónotuð og engar röksemdir hafa komið fram um að þörf sé á viðbótarsvæði til orlofshúsabyggðar í landi Staðarhóls sem skerði landbúnaðarsvæði.
Skipulagsnefnd beinir því til umsækjanda að nýta svæði FS13e sem hann hefur heimild fyrir í aðalskipulagi og veitir leyfi fyrir frumvinnu deiliskipulags á því svæði í samræmi við reglur það að lútandi í aðalskipulagi.

        
2.     1002009 - þverár Golf ehf sækir um leyfi til efnisvinnslu í landi Kolgrímastaða
þverár Golf óskar eftir leyfi til tímabundinnar efnisvinnslu í landi Kolgrímastaða. Um er að ræða allt að 3.000 m³ efni til notkunar í vegagerð. Fyrir liggur leyfi landeigenda.
Erindið samþykkt enda verði frágangi lokið í samráði við landeiganda í októberlok.

        
3.     0910018 - Skólalóð - deiliskipulag
Málinu frestað.

        
4.     1003034 - Stóri-Hamar II - umsókn um leyfi fyrir frístundasvæði og smáhýsi
Eyrún Eyþórsdóttir og Jónas Finnbogason óska eftir leyfi til að byggja 25 m² smáhýsi og 9,9 m² geymsluhús í leigulandi í landi Stóra-Hamars II og jafnframt leyfi til að nýta landið sem frístundasvæði fyrir trjárækt. Lögð var fram afstöðumynd frá Búgarði, dags. 10.03.2010 og lóðarleigusamningur dags. 11. mars 2010. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Noðurlands eystra, Búnaðarsambands Eyjafjarðar og Náttúruverndarnefndar.
Erindið samþykkt.

        
5.     1004005 - Litlaþúfa - Umsókn um leyfi fyrir byggingu aðstöðuhúss
Skúli Magnússon og Sigríður Jónsdóttir óska eftir leyfi til að byggja aðstöðuhús í lögbýli sýnu að Litli-þúfu. Lagðar voru fram afstöðumynd og yfirlitsmynd frá Búgarði, dags. 6.4.2010. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir Norðurlandsskóga, Heilbrigðiseftirlits Noðurlands eystra, Búnaðarsambands Eyjafjarðar og Náttúruverndarnefndar.
Erindið samþykkt.

        
6.     1004003 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Gistihússins Hrafnagili
Sýslumaðurinn óskar eftir áliti Eyjafjarðarsveitar um að gamla íbúðarhúsinu í Hrafnagili verði breytt í gistiheimili.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

        
7.     1004012 - þverá fasteign ehf sækir um byggingareit fyrir stoðefnageymslu
í deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði á þveráreyrum vegna jarðgerðarstöðvar er gert ráð fyrir að öll starfsemi stöðvarinnar fari fram innan iðnaðarlóðarinnar þ.m.t. staðsetning stoðefnageymslu. Skipulagsnefnd beinir því til umsækjanda að afmarka byggingarreit fyrir stoðefnageymslu innan núverandi lóðarmarka.

        
8.     1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Tekið var fyrir erindi frá samvinnunefnd um svæðisskipulag dags. 31. mars 2010.
Skipulagsnefnd leggur til að farin verði leið 2b sem kemur fram í erindinu. Sveitarstjóra falið að rökstyðja álitið í samræmi við umræður á fundinum.

        
9.     1004008 - Aðalskipulag þingeyjarsveitar 2010-2022 - umsögn
Málinu frestað.
         

10.     1003003 - ólyktar-mengun frá jarðgerðarstöð Moltu
Skipulagsnefnd er kunnugt um ítrekaðar athugasemdir frá íbúum sunnan Moltu jarðgerðarstöðvar vegna slæmrar lyktarmengunar. þessi ólykt hefur einnig fundist norðar í sveitarfélaginu allt norður að Leiruvegi. þetta ástand er algerlega óviðunandi.
Ein meginforsenda þess að skipulagsnefnd samþykkti þessa staðsetningu á framleiðslu moltu voru ákvæði um að framleiðslunni fylgi ekki mengun af neinu tagi.
Með tilvísan í skuldbindandi ákvæði í greinargerð með deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæðið á þveráreyrum krefst skipulagsnefnd tafarlausra úrbóta þannig að skipulagsáætlanir standist.
         

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18:55
Getum við bætt efni síðunnar?