133 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 30. mars 2010 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar Grétar Jóhannsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1002009 - þverár Golf ehf sækir um leyfi til efnisvinnslu í landi Kolgrímastaða
Skipulagsnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um afmörkun svæðis, áætlað efnismagn, vinnslutíma, frágang efnisnámu og
samþykki landeiganda.
2. 1003025 - Vaglir-umsókn um sandtöku við Eyjafjarðará
Jóhann Tryggvason óskar eftir leyfi til að taka sand við Eyjafjarðará fyrir landi Vagla til eigin nota á jörðinni. áætlað magn er 150
m³ og að verkið verði unnið fyrir 1. maí og ef það tekst ekki þá í október 2010 og að efnishaugurinn verði
fjarlægður fyrir næstu áramót.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með þeim skilyrðum sem sett eru fram í erindinu og að sem minnst verði unnið í sjálfum
farvegi árinnar og slíkt ekki heimilað frá byrjun maí og til loka október.
3. 1003031 - Torfur - efnistaka úr Skjóldalsá
ábúendur á Torfum óska eftir leyfi til að ljúka við að moka upp úr farvegi Skjóldalsár til varnar landbroti á Torfum.
Verkið verði unnið í apríl á þessu ári.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en haft verði samráð við Veiðimálastofnun um framkvæmdina. þá þarf að liggja
fyrir leyfi Fiskistofu, í samræmi við 33. grein laga um lax- og silungsveiði nr. 61/2006, áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.
4. 1003033 - Kaupangsbakkar - leyfi til efnistöku
Hestamannafélagið Léttir óskar eftir tímabundnu leyfi til efnistöku við Eyjafjarðará fyrir landi félagsins á Kaupangsbakka. Efnið
verði notað til viðhalds á reiðvegum á Kaupangsbökkum.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti en hefur áhuga á að kannað verði hvort hægt sé að taka efni á þann hátt
að aðgerðin beini rennsli þverár ytri að hluta til austan við Staðarey. það verði þó gert í samráði við
landeigendur og Veiðimálastofnun. Efnistöku verði lokið í apríl 2010, eða eftir október í haust og þá lokið að fullu eigi
síðar en 30. apríl 2011. þá þarf að liggja fyrir leyfi Fiskistofu áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.
5. 1003035 - Gullbrekka og Arnarstaðir - aðgerðir gegn landbroti
ábúendur í Gullbrekku og Grænuhlíð óska eftir leyfi og stuðningi til að breyta farvegi Eyjafjarðarár til varnar landbroti fyrir landi
Gullbrekku og Arnarstaða.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en haft verði samráð við Veiðimálastofnun við framkvæmdina. þá þarf að
liggja fyrir leyfi Fiskistofu áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.
6. 0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Eftir kynningarfund um breytingar á aðalskipulagi vegna efnistöku, sem haldinn var 23. mars s.l., hafa margir haft samband og óskað eftir að sett verði inn
efnistökusvæði á þeirra landi. Er þetta í landi Möðruvalla, Rauðhúsa, Hvassafells, Munkaþverár, Teigs, Ytra- og
Syðra-Gils og við ósa þverár ytri. þá hefur Vegagerðin óskað eftir að fá inn nýja staði í landi Bringu, sunnan
við Melgerðismela, neðan við Hrísa við Stíflubrú og við Finnastaðaá neðan Finnastaðavegar.
ákveðið var að óska eftir umsögn Veiðimálastofnunar og Sverris Thorstensen um þá nýju staði sem eru innan vatnasvæðis
Eyjafjarðarár. Að öðru leyti var ákvörðun frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45