132. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra-Laugalandi mánudaginn 29. mars 2010 og hófst hann kl.
17:30.
Fundinn sátu:
óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar Grétar Jóhannsson, Arnar árnason og Jónas Vigfússon.
1. 1003007 - Frístundabyggð í landi Staðarhóls
Sigurgeir Garðarsson ehf. óskar eftir að Eyjafjarðarsveit sjái um breytingar á gildandi aðalskipulagi þannig að 4,46 ha. landspildu sé breytt
úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð og heimild til að deiliskipuleggja landið í samræmi við
það.
ákveðið hafði verið að fara í vettvangsferð í upphafi fundar, en vegna aðstæðna var ferðinni frestað.
2. 1003034 - Stóri-Hamar II - umsókn um leyfi fyrir frístundasvæði og smáhýsi
Eyrún Eyþórsdóttir og Jónas Finnbogason óska eftir leyfi til að byggja 25 m² smáhýsi og 9,9 m² geymsluhús í
leigulandi í landi Stóra-Hamars II og jafnframt leyfi til að nýta landið sem frístundasvæði fyrir trjárækt. Lögð var fram
afstöðumynd frá Búgarði, dags. 10.03.2010 og lóðarleigusamningur dags. 11. mars 2010. ákveðið að óska eftir frekari gögnum
í samræmi við greinargerð aðalskipulags, bls. 30.
Málinu frestað.
3. 1003004 - Jódísarstaðir - Beiðni um samþykki fyrir nöfnum á lóðum í skipulagðri
byggð
íbúar á lóðum nr. 3, 4 og 10 í landi Jódísarstaða fara fram á að sveitarstjórn, fyrir sitt
leyti, heimili íbúum að nefna hús á lóð nr. 3 Sjónarhól, á lóð nr. 4 Stafn og á lóð nr. 10
Sóltún.
Samkvæmt 29. gr. skipulags- og byggingarlaga skal gefa öllum götum, vegum og torgum í sveitarfélaginu nöfn og húsum við þau númer.
því er það skoðun skipulagsnefndar að ákveða þurfi nöfn á götuna sem húsin standa við, en gerir ekki athugasemd við
að húsráðendur nefni húsin við götuna ef skýrt er að húsið beri númer og standi við ákveðna götu.
4. 1003019 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og deiliskipulag Brálundar
Lagt fram til kynningar erindi
frá Akureyrarbæ dags. 17. mars 2010. Engar athugasemdir gerðar.
5. 1003030 - Espigrund - leyfi til að byggja einbýlisús
Jóhannes ævar Jónsson, Espihóli, óskar eftir leyfi til að byggja íbúðarhús á landi Espigrundar í samræmi við
afstöðumynd frá Búgarði, dags. 10.03.2010.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
6. 1003028 - Hrafnagil - byggingarreitir vegna stækkunar á hlöðu og fjósi
Jón Elvar og Berglind á Hrafnagili óska eftir heimild til að stækka hlöðu til norðurs og byggja geldneytafjós í samræmi við
afstöðumynd frá VN dags. 25.03.2010.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
7. 1002009 - þverár Golf ehf sækir um leyfi til efnisvinnslu í landi Kolgrímastaða
þverár Golf ehf. óskar eftir leyfi til efnisvinnslu í landi Kolgrímastaða í Eyjafjarðarsveit.
ákveðið að fara í vettvangsferð á morgun og málinu frestað.
8. 1003033 - Kaupangsbakkar - leyfi til efnistöku
Málinu frestað.
9. 1003025 - Vaglir-umsókn um sandtöku við Eyjafjarðará
Málinu frestað.
10. 0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Málinu frestað.
11. 1003031 - Torfur - efnistaka úr Skjóldalsá
Málinu frestað.
12. 1003032 - Hvassafell - malartaka við Djúpadalsá
Málinu frestað.
13. 1003027 - Breyting á aðalskipulagi. Rauðhús - ósk um að taka efnistökustað sunnan Djúpadalsár inn á
aðalskipulag
Málinu frestað.
14. 1003026 - Breyting á aðalskipulagi. Möðruvellir, ósk um að taka 4 efnistökustaði inn á
aðalskipulag
Málinu frestað.
15. 1003029 - Teigur - umsókn um efnistöku við Eyjafjarðará
Málinu frestað.
16. 1003024 - Breyting á aðalskipulagi. Ytra-Gil og Syðra-Gil: Umsókn um að efnistökuréttur úr eyrum
Eyjafjarðarár fyrir löndum jarðanna, verðir settur á aðalskipulag.
Málinu frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.