Skipulagsnefnd

131. fundur 09. mars 2010 kl. 08:39 - 08:39 Eldri-fundur
131 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 8. mars 2010 og hófst hann kl. 17:30.
Fundinn sátu:
óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar Grétar Jóhannsson, Arnar árnason og Jónas Vigfússon.

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.     1003004 - Jódísarstaðir - Beiðni um samþykki fyrir nöfnum á lóðum í skipulagðri byggð
íbúar á lóðum nr. 3, 4 og 10 í landi Jódísarstaða fara fram á að sveitarstjórn, fyrir sitt leyti, heimili íbúum að nefna hús á lóð nr. 3 Sjónarhól, á lóð nr. 4 Stafn og á lóð nr. 10 Sóltún.
Erindinu frestað.

        
2.     1002008 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - Breytingar á gatnakerfi
Skipulagsdeild Akureyrar sendi erindi til kynningar á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Með breytingunni er gerð nánari grein fyrir helstu tengingum innra gatnakerfis Akureyrar við stofn og tengibrautir.
Lagt fram til kynningar.
         

3.     0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Tekin var fyrir breyting á aðalskipulagi vegna efnistökusvæða en sveitarstjórn hefur ekki fjallað um seinustu bókun skipulagsnefndar um málið. þess í stað komu Bjarni Jónsson og Eik Elfarsdóttir til fundar við sveitarstjórn til umræðu um þetta mál.
Fjallað var um greinargerð með breytingu á aðalskipulagi dags. 5. mars og lagðar til nokkrar breytingar sem sveitarstjóra var falið að gera.
Vísað er til bókunar skipulagsnefndar frá seinasta fundi varðandi efnisnámuna í Hvammi. Að öðru leyti var samþykkt að að kynna tillöguna í samræmi við 17. grein skipulags- og byggingarlaga. Lagt er til að kynningarfundurinn verði 23. mars n.k.
         

4.     1003007 - Frístundabyggð í landi Staðarhóls
Sigurgeir Garðarsson ehf. óskar eftir að Eyjafjarðarsveit sjái um breytingar á gildandi aðalskipulagi þannig að 4,46 ha. landspildu sé breytt úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð og heimild til að deiliskipuleggja landið í samræmi við það.
ákveðið að fara í vettvangsferð í upphafi næsta fundar. Erindinu frestað.
         

5.     1003008 - Skipting á Stokkahlöðum 3
Tekið er fyrir erindi frá Arnari árnasyni og ástu Arnbjörgu Pétursdóttur.
Arnar gerði grein fyrir erindu og vék síðan af fundi ásamt Karel.
óskað er eftir heimild til að skipta u.þ.b. 17 ha. spildu út úr jörðinni Stokkahlöðum 3, gefa henni sérstakt landnúmer og kalla hana Mörk.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, enda ekki um breytta landnotkun að ræða.
         

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:00
Getum við bætt efni síðunnar?