Skipulagsnefnd

127. fundur 05. janúar 2010 kl. 10:40 - 10:40 Eldri-fundur
127 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 4. janúar 2010 og hófst hann kl. 17:30.
Fundinn sátu:
óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar Grétar Jóhannsson, Arnar árnason og Jónas Vigfússon.

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.     0912011 - Knarrarberg - Umsókn um leyfi til að stækka geymsluhúsnæði
Bjarni Kristjánsson sækir um heimild til að stækka hús að Knarrarbergi, sem í fasteignamati er skráð sem geymsla. Fyrirhuguð viðbygging verður til norðurs frá núverandi húsi.
Húsið verði allt að 80 ferm. að grunnfleti á tveimur hæðum. Kjallari verður steyptur og að mestu í jörð að austan og norðan. Innkeyrsla í kjallarann verður frá vestri. Efri hæðin verður  trégrind klædd bárujárni eins og það hús sem fyrir er. Innkeyrsla á efri hæðina verður frá norðri um dyr á stafni. Mænishæð ca. 5 m.
í húsinu verði aðstaða til sýningar á vélum og tækjum frá fyrri tíð sem og gömlum munum ýmiss konar. Hugsanlega veitingasala í smáum stíl.
Viðbyggingin er nær landamerkjum en aðalskipulag gerir ráð fyrir, en þó ekki nær en sú bygging sem byggt er við.
ákveðið að setja málið í grenndarkynningu.

        
2.     0801008 - Laugafell - Umsókn um framkvæmd deiliskipulags
Tekið var fyrir deiliskipulag hálendismiðstöðvar í Laugafelli. Ein athugasemd barst á auglýsingatímanum og hefur verið komið til móts við hana.
í greinargerð kemur fram að Ferðafélag Akureyrar hafi forgang að byggingu á reit B5 í allt að 20 ár gegn því að Petubæli verði fjarlægt.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið.
         

3.     0911006 - Kroppur - Umsókn um deiliskipulag 9 íbúðarhúsalóða
X2 hönnun –skipulag ehf.  hefur óskað eftir því fyrir hönd landeiganda að spildu úr landi Grísarár, sem er Reisum ehf. / Stefán Einarsson ehf., að tillaga að deiliskipulagi verði afgreitt í lögbundið auglýsingarferli deiliskipulags.
Skipulagið var kynnt á fundi skipulagsnefndar 23. nóv. 2009 og hefur tekið nokkrum breytingum síðan.
Samþykkt að auglýsa deiliskipulagið.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18:15
Getum við bætt efni síðunnar?