Skipulagsnefnd

125. fundur 24. nóvember 2009 kl. 08:28 - 08:28 Eldri-fundur
125 . fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 23. nóvember 2009 og hófst hann kl. 17:30.
Fundinn sátu:
óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Einar Grétar Jóhannsson, Arnar árnason, Jónas Vigfússon og Jón Jónsson.

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.     0911006 - Kroppur - Umsókn um deiliskipulag 9 íbúðarhúsalóða
ómar ívarsson, skipulagsfræðingur hjá X2, hönnun, skipulag, mætti á fundinn og kynnti tillögu að nýju deiliskipulagi.
 
         
2.     0910018 - Skólalóð - deiliskipulag
ómar ívarsson frá X2 sat fundinn undir umræðum um þennan lið, en X2 hefur unnið tillögu að hönnun skólalóðar.
ákveðið að fela X2 að gera deiliskipulag að svæði í kring um Hrafnagilsskóla, sem afmarkast af girðingum í kring um svæðið og Eyjafjarðará, en þó sé Skólatröð undanskilin.
         

3.     0811003 - ölduhverfi - Breyting á aðalskipulagi
Breyting á aðalskipulagi vegna ölduhverfis var kynnt á íbúafundi 4. nóvember s.l.
Engar athugasemdir hafa borist við skipulagstillöguna og samþykkir skipulagsnefnd tillöguna.
         
4.     0911009 - Framkvæmdaleyfi - Lagfæring á Eyjafjarðarbraut vestri Litli-Hvammur - Hrafnagil
Vegagerðin fer fram á framkvæmdaleyfi fyrir verkinu "821 Eyjafjarðarbraut vestri Litli Hvammur - Hrafnagil Afvötnun og endurbætur"
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með þeim skilyrðum að votlendið í Kristnesi verði ekki skert og framkvæmdir þar unnar í samráði við ábúendur. þá verði gamli vegurinn vestan við þjóðveginn í landi Kropps endurbyggður fjær vegi komi til þess að hann verði fjarlægður vegna vegskeringa.
         

5.     0910012 - Nýr byggingarreitur við verkstæði B. Hreiðarssonar ehf.
B. Hreiðarsson ehf. sækir um byggingarreit vestan við verkstæði fyrirtækisins í landi Grísarár 1. á reitnum er fyrirhugað að reisa stálgrindarhús sem yrði notað sem geymsla. Reiturinn er 6,5 m x 15,45 m og hæð hússins yrði ekki meiri en á húsinu sem það kemur að.
Erindið fór í grenndarkynningu og samþykktu eigendur Grísarár 1 erindið, en ekki barst svar frá eigendum Skákar og Vínar. Athugasemdafrestur er útrunninn.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
        

6.     0910001 - Jódísarstaðir, lóð nr 3 - Umsókn um breytingar á byggingarskilmálum og ósk um afstöðu til nafns á íbúðarhúsi
Sigurlín M. Grétarsdóttir fer fram á að skipulagsskilmálum vegna lóðar nr. 3 að Jódísarstöðum verði breytt þannig að hús það sem byggt hefur verið á lóðinni verði skilgreint sem einbýlishús með aukaíbúð. þá verði heimilað að reisa 91 m² þjónustuhúsnæði á lóðinni, sem væri vinnuaðstaða og gistiaðstaða fyrir listamenn. Staðsetning þessarar byggingar verði 1,5 m austur fyrir áður skilgreindan byggingarreit.
Erindið fór í grenndarkynningu og hafa tveir eigendur húsa í nágrenninu samþykkt erindið fyrir sitt leyti en aðrir hagsmunaaðilar hafa ekki svarað. Athugasemdafrestur er útrunninn.
Vísað er til fyrri bókunar varðandi nafngiftina, en skipulagsnefnd samþykkir erindið að öðru leyti.
         

7.     0903015 - Arnarholt - Umsókn um breytta landnotkun
Baldur H. Hauksson óskar eftir samþykki fyrir skipulagstillögu sem gerir ráð fyrir að breyta frístundabyggð í Arnarholti í einbýlishúsabyggð með 4 lóðum fyrir einbýlishús.
Tillagan uppfyllir ekki nýsamþykkt lágmarksviðmið vegna nýrra íbúðarsvæða á aðalskipulagi. Erindinu hafnað.
Einar lagði fram eftirfarandi bókun:
"Samkvæmt aðalskipulagi er Arnarholt hluti af frístundasvæði í Leifsstaðabrúnum og þar getur því ekki orðið um aðra landnotkun að ræða.
í aðalskipulagi segir að skipuleggja skuli stærri svæði og ákvarða landnotkun með skýrum hætti til langs tíma til að koma í veg fyrir tilviljanakenndar skyndilausnir og draga úr hættu á hagsmunaárekstrum.
Ef breyta á landnotkun verður því að skipuleggja svæðið í heild sinni samkvæmt viðmiðum vegna skilgreiningar íbúðasvæða í sveitinni.”
         

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:30
Getum við bætt efni síðunnar?