123. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 19. október 2009 og hófst hann kl. 17:30.
Fundinn sátu:
óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar Grétar Jóhannsson, Arnar árnason, Stefán árnason og
Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon , sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 0910010 - Afmörkun kirkjugarðs á Naustahöfða - Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018
Kynntar voru
breytingar á aðalskipulagi Akureyrar með nýrri afmörkun kirkjugarðs á Naustahöfða. Ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaðar
aðalskipulagsbreytingar á Akureyri.
2. 0705020 - Deiliskipulagstillögur vegna skógræktarreita í Saurbæ
Komið hefur verið til móts við athugasemdir skipulagsstofnunar frá 25. apríl 2008 og umhverfisstofnunar frá 29. maí 2008, að öðru leyti er
vísað til bókunar frá fundi nefndarinnar 12. október s.l. Erindið samþykkt.
3. 0910001 - Jódísarstaðir, lóð nr 3 - Umsókn um breytingar á byggingarskilmálum og ósk um afstöðu til
nafns á íbúðarhúsi
Vísað er til bókunar frá fundi nefndarinnar 12. október s.l. í skipulögðum hverfum
er gert ráð fyrir að húsin séu númeruð við götu og beri ekki sérstök nöfn. ákveðið að setja málið
í grenndarkynningu að öðru leyti.
4. 0810010 - Jódísarstaðir - Deiliskipulag íbúðarbyggðar
Tekið var fyrir deiliskipulag íbúðarbyggðar frá Búgarði, verknr. 08-102, dags. 18.11.02. Skipulagsnefnd tekur undir sjónarmið
umhverfisráðuneytis frá 20. maí 2009 og skipulagsstofnunar frá 8. apríl 2009 um að eðlilegra sé að fjarlægðarmörk
byggingarreita séu 70 m frá þjóðvegi til samræmis við skipulag sunnar á jörðinni.
5. 0908003 - Melgerðismelar, deiliskipulag
Vísað er til bókunar frá fundi nefndarinnar 12. október s.l. Skipulagsnefnd leggur til að greinargerð verði breytt til samræmis við athugasemdir
Léttis. Skipulagið samþykkt þannig breytt.
6. 0910011 - Melgerðismelar - umsókn um lóð nr. 2 við Melaskjól
Jónas vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið, með vísan til greinargerðar með deiliskipulagi Melgerðismela dags. 26. ágúst 2009, gr. 1.4 og 2.1 og fyrirvara
um skriflegt samþykki allra annarra eigenda reiðskemmunar.
7. 0910012 - Nýr byggingarreitur við verkstæði B. Hreiðarssonar ehf.
Borist hefur erindi frá B. Hreiðarssyni um byggingarreit. ákveðið að setja erindið í grenndarkynningu og fá málsettan uppdrátt með
lóðamörkum.
8. 0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Málinu frestað.
9. 0903015 - Arnarholt - Umsókn um breytta landnotkun
Málinu frestað.
10. 0909014 - Reiðvegur - héraðsleið 8
Málinu frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30