Skipulagsnefnd

122. fundur 13. október 2009 kl. 10:18 - 10:18 Eldri-fundur
122. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, mánudaginn 12. október 2009 og hófst hann kl. 17:30
Fundinn sátu:
óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Arnar árnason, Jónas Vigfússon,

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon , sveitarstjóri


Dagskrá:

1.     0909014 - Reiðvegur - héraðsleið 8
Borist hefur boð Hestamannafélagsins Funa um vettvangsskoðun. ákveðið að fara í vettvangsskoðun n.k. miðvikudag kl. 17 og funda síðan um málið n.k. mánudag.

        
2.     0902014 - Endurnýjun byggðalínu
Kynnt var tillaga að legu endurnýjaðrar byggðalínu í gegn um sveitarfélagið. Skipulagsnefnd leggst ekki gegn aðkomu línunnar frá Akureyri að sveitarfélagamörkum við Eyjafjarðarsveit.


3.     0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Málinu frestað til næsta fundar.

         
4.     0910001 - Jódísarstaðir, lóð nr 3 - Umsókn um breytingar á byggingarskilmálum og ósk um afstöðu til nafns á íbúðarhúsi
óskað er eftir heimild til að skilgreina lóðina sem einbýlishús með aukaíbúð, sem sé þó ein eign og reisa 91 m² þjónustuhúsnæði á lóðinni, sem yrði vinnuaðstaða listamanna. óskað er eftir heimild til að sú bygging nái 1,5 m austur fyrir byggingarreit. þá er gerð fyrirspurn um það hvort athugasemd sé gerð við það að eigandi festi nafnið Sjónarhóll við íbúðarhúsið.
Málinu frestað til næsta fundar.

         
5.     0903015 - Arnarholt - Umsókn um breytta landnotkun
Sveitarstjórn óskar eftir því að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar greinagerð árna ólafssonar og Kristins Magnússonar, dags. 14. ágúst 2009 um forsendur fyrir skipulagsbreytingum íbúðarhúsa í dreifbýli. Nefndin skoði hvort rétt sé að setja viðmið vegna skilgreiningar íbúðarsvæða eins og lagt er til í greinargerðinni.
Málinu frestað.
         

6.     0705020 - Deiliskipulagstillögur vegna skógræktarreita í Saurbæ
Borist hafa ný gögn vegna deilskipulags skógarreita í Saurbæ. Landið er á skilgreindu landbúnaðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi, en deiliskipulagið gerir ráð fyrir að úthlutað verði skógræktarspildum til útleigu á gróðurlitlum melum, en ekki á túnum eða mýrum. Skipulagsnefnd telur þetta samræmast því ágætlega að jörðin verði áfram í landbúnaðarnotum, en það verður fyrst og fremst til að nýta áfram slægjulönd jarðarinnar fyrir aðrar jarðir en Saurbæ þar sem húsakostur jarðarinnar samræmist ekki nútímakröfum til landbúnaðar.
Málinu frestað.

         
7.     0908003 - Melgerðismelar, deiliskipulag
Athugasemd barst við auglýst skipulag frá hestamannafélaginu Létti, þar sem óskað var eftir að auglýsing skipulagsins væri dregin til baka. Sú athugasemd var dregin til baka og gerð athugasemd við greinargerð með skipulaginu þar sem lagt er til að  grein 2.2 verði breytt þannig að þar standi "Gert er ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu dómhúsa á svæðinu í staðinn fyrir þann texta sem auglýstur var. Hestamannafélagið Funi fellst á þessa breytingu.
Málinu frestað.
         
Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:30
Getum við bætt efni síðunnar?