121. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 21. september 2009 og hófst hann kl. 17:30
Fundinn sátu:
óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar Grétar Jóhannsson, Arnar árnason, Jónas Vigfússon,
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon , sveitarstjóri
Dagskrá:
1. 0909003 - Reykhús - Umsókn um leyfi fyrir sandtöku úr Eyjafjarðará
Sótt er um leyfi til að taka sand úr Eyjafjarðará fyrir landi Reykhúsa til að nota við vegalagningu á jörðinni.Verkið verður
unnið í haust. áætlað magn er 1000 m³.
Samkvæmt ákvæði 47. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999, m.s.br. er þetta heimilt, enda verði árfarvegi ekki raskað.
2. 0909004 - Brúnahlíð 1 - umsókn um leyfi til að byggja geymsluskúr
óskað er leyfis til að byggja geymsluskúr við Brúnahlíð 1.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
3. 0908016 - Laugafell - Umsókn um leyfi til að byggja hús suður af Eyjafjarðardrögum
Sótt er um leyfi til að byggja hús í Laugafelli.
Ekki hefur fengist heimild forsætisráðuneytis til úthlutunar byggingarleyfa.
Erindinu frestað.
4. 0803056 - Hóll II / Kroppsengi - Ragnar Ingólfsson sækir um leyfi fyrir afmörkun lóðar.
Sótt er um leyfi
til afmörkunar tveggja landsspilda. Fjallað var um málið á 101. fundi nefndarinnar. áritun eigenda aðlægra landa liggur fyrir.
Erindið samþykkt.
5. 0909014 - Reiðvegur - héraðsleið 8
Tillaga að reiðleið frá hitaveituvegi við Laugaland að Eyjafjarðarbraut eystri og meðfram henni að Bringu var lögð fram til kynningar.
Tryggja þarf öryggi vegfarenda yfir Munkaþverá og afgreiðslu frestað til næsta fundar.
6. 0909008 - Umsókn um framkvæmdir á vegum Umf. Samherja
Ungmennafélagið Samherji óskar eftir framkvæmdaleyfi til að steypa kasthring og setja öryggisnet í kring um hann sunnan við Hrafnagilsvöll annars
vegar og hins vegar að hefja framkvæmdir við að byggja sparkvöll á lóð Hrafnagilsskóla í samræmi við skipulag lóðarinnar
sem unnið er af Teiknistofunni X2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfanna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25