Skipulagsnefnd

119. fundur 18. ágúst 2009 kl. 09:19 - 09:19 Eldri-fundur

119. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, mánudaginn 17. ágúst 2009 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Brynjar Skúlason, Karel Rafnsson, Einar Grétar Jóhannsson, Jónas Vigfússon,
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon , sveitarstjóri

Dagskrá:

1.    0903015 - Arnarholt - Umsókn um breytta landnotkun
á fundinn mættu árni ólafsson, arkitekt og Kristinn Magnússon, verkfræðingur, en þeim hafði verið falið að skoða hvort hægt sé með góðu móti að breyta landnotkun úr frístundabyggð í íbúðarhúsabyggð í landi Baldurs Heiðars Haukssonar á Arnarholti. árni og Kristinn lögðu fram greinargerð til kynningar.


2.    0801008 - Laugafell - Umsókn um framkvæmd deiliskipulags
Ein athugasemd barst við deiliskipulagið á auglýsingatímanum frá eigendum Hjörvarsskála, en þeir töldu að skort hafi á samráð við þá á skipulagstímanum. Samþykkt að halda samráðsfund með málsaðilum, formanni skipulagsnefndar og sveitarstjóra og afgreiða síðan skipulagið á næsta fundi nefndarinnar eftir viku.


3.    0907005 - Byggingarnefnd 73. fundur
Jóhann Tryggvason, Vöglum, sækir um leyfi fyrir þrem 20 feta gámum, sem grafnir yrðu í jörðu og notaðir sem jarðhýsi fyrir korn og kartöflur.
Erindið samþykkt.


4.    0907007 - Mikligarður 1 - Umsókn um leyfi fyrir aðstöðuhúsi
Sótt er um leyfi fyrir aðstöðuhúsi í landi Miklagarðs I.
Erindið samþykkt.


5.    0907001 - Borgarhóll III - Umsókn um leyfi fyrir byggingarreit fyrir frístunda- og gestahús
Sótt er um leyfi fyrir frístundahúsi í landi Borgarhóls III.
óskað eftir frekari gögnum. Málinu frestað.


6.    0803034 - þverá 1 - Eldri námur, umsókn um starfsleyfi fyrir stórar námur
óskað er leyfis til áframhaldandi malartöku og efnisvinnslu úr malarnámu í landi þverár.
Sveitarstjóra falið að ræða við umsækjanda í samræmi við síðustu leyfisveitingu, sbr. skipulagsnefndarfund 16. júní 2008 og lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.


7.    0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
óskað hefur verið eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku. Skipulagsstofnun bendir á að vinna þurfi umhverfisskýrslu áður en tillagan er samþykkt og auglýst.
Málinu frestað.


8.    0811003 - ölduhverfi - Breyting á aðalskipulagi
óskað hefur verið eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar á breytingu á aðalskipulagi vegna íbúðarbyggðar í ölduhverfi. Skipulagsstofnun bendir á að taka þurfi tillöguna til endanlegrar umræðu skv. 3. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga. Jafnframt þarf kynning tillögunnar að hafa farið fram.
Málinu frestað


9.    0908003 - Melgerðismelar, deiliskipulag
óskað er eftir að deiliskipulag Melgerðismela verði auglýst.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.19:15
Getum við bætt efni síðunnar?