Skipulagsnefnd

118. fundur 16. júní 2009 kl. 08:33 - 08:33 Eldri-fundur
118. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, mánudaginn 15. júní 2009 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Emilía Baldursdóttir, Brynjar Skúlason, Karel Rafnsson, Einar Grétar Jóhannsson, Arnar árnason, Stefán árnason, Jónas Vigfússon,

Fundargerð ritaði:  Stefán árnason ,

Dagskrá:

1.    0906003 - Hríshóll - Umsókn um leyfi fyrir byggingu íbúðarhúss
Sótt er um leyfi til að byggja annað íbúðarhús á lóð úr jörðinni Hríshóli. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt með fyrirvara um afstöðu Skipulagsstofnunar sbr. 3. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.


2.    0807006 - ósk um vegtengingu Leifsstaðabrúnir 9
Tekið var fyrir erindi frá Ara Eðvaldssyni þar sem hann leggur fram breytingu á deiliskipulagi vegna vegtengingar að lóðum nr. 8 og 9 í Leifstaðabrúnum. Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.


3.    0801008 - Laugafell - Umsókn um framkvæmd deiliskipulags
árni ólafsson fyrir hönd Ferðafélags Akureyrar óskar eftir því að skipulagsnefnd auglýsi tillögu félagsins að deiliskipulagi hálendismiðstöðvar í Laugafelli í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdrætti og í greinargerð, dags. 2. júní 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.


4.    0906007 - Umsókn um lóð og byggingarleyfi fyrir flugskýli á Melgerðismelum
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur sveitarstjóra að funda með umsækjanda svo og með þeim aðilum sem hafa aðstöðu/starfsemi á þessum hluta Melgerðismela.


5.    0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025. Breytingin fellst í að bætt er inn í skipulagið 16 nýjum efnistökusvæðum. Val efnistökusvæða byggir á skýrslu sem unnin var af Veiðimálastofnun Norðurlandsdeild, Bjarna Jónssyni og Eik Elfarsdóttur.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Jafnframt hvetur Skipulagsnefnd til þess að stofnað verði efnistökusamlag a.m.k. vegna svonefndrar endurnýjanlegrar efnistöku í sveitafélaginu. Slíkt samlag mundi stuðla að bestri nýtingu á efnistökusvæðum m.a. með tilliti til náttúru- og umhverfisverndar.


6.    0906009 - Umsókn um leyfi fyrir byggingu geymsluskúrs við Sunnutröð 2
Einar Tryggvi Thorlacíus sækir um leyfi til að byggja geymsluskúr á lóð nr. 2 við Sunnutröð. Nágrannar hafa samþykkt fyrirhugaða byggingu með áritun sinni á uppdrátt sem fylgir með erindinu.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:30
Getum við bætt efni síðunnar?