117. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 5. maí 2009 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
óli þór ástvaldsson, Brynjar Skúlason, Karel Rafnsson, Einar Grétar Jóhannsson, Arnar árnason, Stefán árnason,
Fundargerð ritaði: Stefán árnason ,
Dagskrá:
1. 0801008 - Laugarfell - Umsókn um framkvæmd deiliskipulags
á fundinn mættu árni ólafsson, arkitekt og Hilmar Antonsson, formaður Ferðafélags Akureyrar. Kynntu þeir drög að deiliskipulagi
hálendismiðstöðvar í Laugafelli svo og einnig drög að umhverfismati áætlana.
2. 0904002 - æsustaðir - Umsókn um að 2 spildur í landi jarðarinnar verði teknar úr landbúnaðarnotkun og verði
sérstakar eignir
óskað er eftir samþykki skipulagsnefndar til að stofnaðar verði tvær lóðir úr jörðinni æsustöðum samkv. meðfylgjandi
uppdrætti. Lóðirnar eru 2500 m2 og 3818 m2. Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
3. 0903021 - æsustaðir - Umsókn um leyfi fyrir byggingu íbúðarhúss
Sótt er um leyfi til að byggja annað íbúðarhús á jörðinni æsustöðum. Nýtt hús kemur í stað
heilsárshúss sem nýtt hefur verið sem annað íbúðarhús jarðarinnar. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt með
fyrirvara um afstöðu Skipulagsstofnunar sbr. 3. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.
4. 0903015 - Arnarholt - Umsókn um breytta landnotkun
Sótt er um breytingu á landnotkun í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar þannig að Arnarholt í Leifstaðabrúnum sem í gildandi skipulagi er
merkt frístundasvæði verði breytt í íbúðarsvæði. Jafnfram fylgir með tillaga að deilskipulagi á svæðinu þar sem
gert er ráð fyrir fjórum íbúðarhúsum. Afgreiðslu frestað.
5. 0903011 - Borgarhóll I og II - Landskiptasamningur
Sótt er um skiptingu jarðarinnar Borgarhóls. Fyrir liggur skiptasamningur dags. 19. mars 2009 og uppdráttur dags. 23. febrúar 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
6. 0903004 - Samkomugerði I - Beiðni um uppskiptingu lands
óskað er eftir að skipt verði út úr jörðinni Samkomugerði I, tveimur landsspildum samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 11. febrúar 2009.
Landsspilda I er 2,36 ha og landsspilda II er 14,35 ha.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
7. 0805006 - Umsókn um leyfi til flutnings á smáhýsi í landi Teigs.
Tekið er fyrir erindi frá Ingva Stefánssyni þar sem hann leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir gallery og vinnustofu í landi Teigs. Tillagan gerir
ráð fyrir að flutt verði til sumarhús á jörðinni Teigi og það nýtt sem gallery. Jafnframt gerir tillagan ráð fyrir að byggt
verði 30m2 hús á sömu lóð og það nýtt sem vinnustofa. Stærð lóðar er 6.253 m2. Fyrir liggur leyfi Vegagerðarinnar fyrir
vegtengingu svo og undanþága Umhverfisstofnunar vegna fjarlægðar frá vegi.
Með vísan í 1. og 5. töluliða í kafla 2.3.1. telur skipulagsnefnd að framlagt deiliskipulag samræmist gildandi aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.
Skipulagsnefnd samþykkir því að auglýsa framlagða deiliskipulagstillöguna samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með
síðari breytingum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00