Skipulagsnefnd

115. fundur 03. mars 2009 kl. 09:57 - 09:57 Eldri-fundur
115. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, mánudaginn 2. mars 2009 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Einar Grétar Jóhannsson, Karel Rafnsson, Stefán árnason, óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir,

Fundargerð ritaði:  Stefán árnason ,

Undir fyrsta lið dagskrár sátu fundin frá sveitarstjórn: Reynir Björgvinsson, Einar Gíslason og Sigríður örvarsdóttir.

Dagskrá:

1.    0902014 - Endurnýjun byggðalínu
á fundinn mættu árni Jón Elíasson frá Landsneti og Sigurjón Páll ísaksson frá Línuhönnun. þeir kynntu fyrirhugaða styrkingu/tvöföldun byggðalínu og hugsanlega legu hennar í Eyjafjarðarsveit.


2.    0901012 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps - Efnistökusvæði í landi Sigluvíkur
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna.


3.    0901002 - Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - Malbikunarstöð á Glerárdal
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna.


4.    0810010 - Jódísarstaðir - Deiliskipulag íbúðarbyggðar
Tekið fyrir erindi frá Snæbirni Sigurðssyni þar sem hann leggur fram tillögu að deiliskipulagi nýrrar íbúðarbyggðar í landi Jódísarstaða. Drög að skipulaginu höfðu áður verið lögð fram á fundi skipulagsnefndar 27. október 2008. Tillagan gerir ráð fyrir 7 einbýlishúsalóðum sem eru á bilinu 3600m2 - 5100m2. Tillan er sýnd á uppdrætti 1:2000 ásamt greinargerð.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.


5.    0810009 - Leifsstaðir - Kárastaðir. ósk um að lóðir nr. 1-2 og 5 verði sameinaðar í eina lóð.
Skipulagsnefnd heimilar bréfritara að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins.


6.    0902011 - Umsókn um nafn á lóðir
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nafngiftirnar.


7.    0809012 - Guðrúnarstaðir - álit Eyjafjarðarsveitar á tilfærslu heimreiðar inn á land Kálfagerðis.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.


8.    0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Afgreiðslu frestað og ákveðið að funda aftur n.k. fimmtudag kl. 17:00


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:00
Getum við bætt efni síðunnar?