113. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 24. nóvember 2008 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Einar Grétar Jóhannsson, Karel Rafnsson, óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Guðmundur
Jóhannsson,
Fundargerð ritaði: Guðmundur Jóhannsson , Sveitarstjóri
Dagskrá:
1. 0811003 - ölduhverfi - Breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025. Breytingin fellst í að fellt er út svæði(FS1 - FS7) fyrir
frístundabyggð og er svæðið minnkað allmikið að vestanverðu. Jafnframt stækkar íbúðarsvæði allnokkuð.
Svæðið liggur norðan Reykárhverfis og sunnan Kristness. Gert er ráð fyrir að á svæðinu geti risið allt að 200
einbýlishús og er íbúðarsvæðið 70 ha að stærð.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
2. 0708027 - ölduhverfi - Deiliskipulag
Tekið fyrir erindi frá ölduhverfi ehf. þar sem lögð er fram tillaga að nýrri íbúarbyggð í landi Kropps, hverfðið nefnist
ölduhverfi. Tillagan er lögð fram og byggir á viljayfirlýsingu frá 4. júlí 2007 milli Eyjafjarðarsveitar og ölduhverfis ehf. Tillagan gerir
ráð fyrir 197 einbýlishúsalöðum sem eru á bilinu 1200m2 - 4000m2. Tillan er sýnd á uppdrætti 1:2000 og henni fylgir greinargerð.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Tillagan verður
auglýst samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025.
3. 0810009 - Leifsstaðir - Kárastaðir. ósk um að lóðir nr. 1-2 og 5 verði sameinaðar í eina
lóð.
Tekið fyrir að nýju erindi frá þuríði Björnsdóttur þar sem hún óskar eftir að
lóðir nr. 1, 2 og 5 í landi Leifstaða verði sameinaðar í eina undir nafninu Kárastaðir.
Sveitarstjóri skýrði frá samskiptum við umsækjanda og kynnti tillögu að afgreiðslu málsins, er sú tillaga í samræmi við
hugmyndir umsækjanda.
Skipulagsnefnd staðfestir að lóðarhafa er heimilt að nýta umræddar lóðir sem eina og nefna hinar samnýttu lóðir Kárastaði.
Nefndin tekur fram að með þessu lagi er auðvelt að skipta lóðum að nýju ef þurfa þykir.
4. 0809029 - Reiðvegamál - Munkaþverá, bakkar Eyjafjarðarár
Lagt fram til kynningar
5. 0807006 - ósk um vegtengingu Leifsstaðabrúnir 9
Tekið erindi frá Ara Sigþóri Eðvaldsyni þar sem hann leggur fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundabyggð að
Leifstaðabrúnum. Tillagan gerir ráð fyrir að vegtengingar að þremur frístunadhúsum verði tvær í stað einnar. Að mati
umsækjanda er erfiðleikum bundið að nota þá einu tengingu sem er sýnd á gildandi deiliskipulagi. Lóðarhafi lóðar nr.8 leggst gegn
breytingunni og telur hana skerða sína lóð ásamt því að umferð vaxi meðfram þeirra lóð.
Erindinu frestað, samþykkt að nefndin fari á staðinn og skoði aðstæður.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40