Skipulagsnefnd

109. fundur 27. ágúst 2008 kl. 08:28 - 08:28 Eldri-fundur
109. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, mánudaginn 25. ágúst 2008 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Einar Grétar Jóhannsson, Karel Rafnsson, óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Guðmundur Jóhannsson,

Fundargerð ritaði:  óli þór ástvaldsson , Formaður skipulagsnefnd

Dagskrá:

1. 0808008 - Hólshús - ósk um að nafn á jarðskikanum Höfðaborg verði breytt í Jörfabrekka.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem rökstuðning og upplýsingar vantar.


2. 0808003 - Vaglir - GV Gröfur sækir um leyfi til sandtöku úr Eyjafjarðará
Skipulagsnefnd hafnar erindinu. Umsækjanda er bent á að endurnýja umsókn sína þegar vinnu við endurskoðun efnistökumála í Eyjafjarðará og ósum hennar er lokið. Jafnframt beinir skipulagsnefnd því til sveitarstjórnar að Veiðimálastofnun fái lokafrest til að skila skýrslu um um lífríki Eyjafjaraðrár.


3. 0804039 - Hvammur - Efnistaka, aðalskipulagsbreyting
Skipulagsnefnd frestar erindinu.


4. 0808010 - Syðri-Varðgjá / Vogar, Umsókn um að íbúðarhús hljóti nafnið ósland
Skipulagsnefnd hafnar erindinu. í vinnu við deiliskipulag hefur verið unnið með nafnið Vogar og telur nefndin ekki eðlilegt að húsin fái hvert fyrir sig nafn.



Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   20.06
Getum við bætt efni síðunnar?