109. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 25. ágúst 2008 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Einar Grétar Jóhannsson, Karel Rafnsson, óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Guðmundur
Jóhannsson,
Fundargerð ritaði: óli þór ástvaldsson , Formaður skipulagsnefnd
Dagskrá:
1. 0808008 - Hólshús - ósk um að nafn á jarðskikanum Höfðaborg verði breytt í Jörfabrekka.
Skipulagsnefnd
getur ekki orðið við erindinu þar sem rökstuðning og upplýsingar vantar.
2. 0808003 - Vaglir - GV Gröfur sækir um leyfi til sandtöku úr Eyjafjarðará
Skipulagsnefnd hafnar erindinu. Umsækjanda er bent á að endurnýja umsókn sína þegar vinnu við endurskoðun efnistökumála í
Eyjafjarðará og ósum hennar er lokið. Jafnframt beinir skipulagsnefnd því til sveitarstjórnar að Veiðimálastofnun fái lokafrest til
að skila skýrslu um um lífríki Eyjafjaraðrár.
3. 0804039 - Hvammur - Efnistaka, aðalskipulagsbreyting
Skipulagsnefnd frestar erindinu.
4. 0808010 - Syðri-Varðgjá / Vogar, Umsókn um að íbúðarhús hljóti nafnið ósland
Skipulagsnefnd hafnar erindinu. í vinnu við deiliskipulag hefur verið unnið með nafnið Vogar og telur nefndin ekki eðlilegt að húsin fái hvert fyrir
sig nafn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.06