Skipulagsnefnd

107. fundur 18. júní 2008 kl. 11:04 - 11:04 Eldri-fundur
107. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 16. júní 2008 og hófst hann kl. 18:45
Fundinn sátu:
Einar Grétar Jóhannsson, Karel Rafnsson, óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Arnar árnason, Guðmundur Jóhannsson,

Fundargerð ritaði: óli þór ástvaldsson , Formaður skipulagsnefnd


Dagskrá:

1. 0806041 - Aðalskipulag leiðrétting á séruppdrætti I, Kaupangshverfi
í vinnu við tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025 komust ekki réttar upplýsingar um staðsetningu á nýjum íbúðareit í landi þórustaða 7 til hönnuða. það er því skoðum skipulagsnefndar að þarna hafi orðið tæknileg mistök í gerð séruppdráttar I ; Kaupangshverfi, reitur merktur IS13a. Athugasemd dagsett 21.09.2006 barst við tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025. á fundi skipulagsnefndar 27. september 2006 er samþykkt að taka tillit til athugasemdarinnar og gera beytingu á aðalskipulagstillögunni. í erindi er fylgdi athugasemdinni er eftirfarandi texti sem lýsir hugmyndum bréfritara um byggingu tveggja húsa í landi þórustaða 7 „ Um er að ræða 2.3 ha spildu sunnan heimreiðar að þórustöðum 7 sem nær að landamerkjum áttunnar að sunnan og afmarkast af Eyjafjarðarbraut eystri að vestan. Að austan afmarkast svæðið með beinni línu frá eystri landamerkjum áttunnar og norður ca. miðja vegu milli útihúsa og íbúðarhúss þórustaða 7.“ það var því ætlun skipulagsnefndar að staðsetja reitinn eins og tillaga þessi gerir ráð fyrir.
Skipulagsnefnd felur sveitarstjóra að senda Skipulagsstofnun tillögu að aðalskipulagsbreytingu til umsagnar, jafnframt að óska eftir heimild til að auglýsa hana skv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


2. 0806040 - þverá 1 - Umsókn um framkvæmdaleyfi 50.000 m3
á undanförnum árum hefur farið fram gífurleg efnistaka við þverá Ytri. Efnistakan hefur haft í för með sér mikil umhverfisáhrif án nokkurra mótvægisaðgerða. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að gefa út skilyrt framkvæmdaleyfi. í framkvæmdaleyfi koma fram efirfarandi skilyrði:
1. Umsækjandi leggi fram nýja yfirlitsmynd af efnistökusvæðinu sem sýni raunverulegt ástand þess í dag. Umbeðin efnistaka verði eingöngu á landi og verði merkt inn á þessa nýju mynd.
2. Umsækjandi skuldbindi sig til að hefja tiltekt og mótvægisaðgerðir vegna jarðrasks á svæðinu þegar á þessu ári í nánara samráði við skipulagsnefnd og/eða sveitarstjórn.


3. 0805020 - Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.


4. 0804031 - Munkaþverá - Anna Aðalheiður Guðmundsdóttir sækir um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að gefa út skilyrt framkvæmdaleyfi.
í framkvæmdaleyfi koma fram efirfarandi skilyrði:
1. Umbeðin efnistaka verði eingöngu á landi.
2. Umsækjandi skuldbindi sig til að hefja mótvægisaðgerðir vegna jarðrasks á svæðinu þegar á þessu ári í nánara samráði við skipulagsnefnd og/eða sveitarstjórn.


5. 0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Skipulagsnefnd samþykkir að gera breytingu á texta í kafla 2.1.5 efnistökusvæði, greinargerð I með Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025:
Nýr texti yrði:
Minniháttar efnistaka verði heimiluð á eftirtöldum stöðum:
úr áreyrum Djúpadalsár neðan Eyjafjarðarbrautar vestri (821).
úr áreyrum Skjóldals- og Finnastaðaáa neðan Eyjafjarðarbrautar vestri (821).
úr áreyrum Torfufellsár.
úr farvegi Eyjafjarðarár sunnan Stíflubrúar.

Sveitarstjóra falið að láta fullgera tillöguna og senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar.


6. 0806042 - Grendarkynning, bílskúr og viðbygging,
Tekið fyrir erindi frá Oddi ævari Guðmundssyni þar sem hann óskar eftir frávikum frá byggingarskilmálum. Um er að ræða bílskúr sem fer 1 metra út fyrir byggingareit. Grendarkynning hefur farið fram og allir nágrannar hafa skrifað á teikningu um að þeir geri ekki athugasemdir við breytinguna. Skipulagsnefnd samþykkir erindið.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:55
Getum við bætt efni síðunnar?