106. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi,mánudaginn 2. júní 2008 og hófst hann kl. 18:45
Fundinn sátu:
Karel Rafnsson, óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Arnar árnason, Guðmundur Jóhannsson, Gunnar Valur Eyþórsson,
Fundargerð ritaði: Guðmundur Jóhannsson ,
Dagskrá:
1. 0804039 - Hvammur - Efnistaka. Svör umsagnaraðila við fyrirspurn Harðar Snorrasonar vegna aðalskipulagsbreytingar.
Ekki bárust atugasemdir
við efnistöku í landi Hvamms. ábending barst frá Heilbrigðisnefnd um að skylt sé að afla starfsleyfis heilbrigðisnefndar vegna fyrirhugaðrar
efnistöku. Umhverfisstofnun vekur athygli á að framkvæmdin fellur undir ákvæði laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Umhverfisstofnun
áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við einstaka þætti framkvæmdiarinnar á síðari stigum. Vegagerðin bendir á að
burðarþol hluta safnvegar þurfi að þola þá þungaflutninga sem um veginn fara. Vegagerðin telur eðlilegt að námurétthafi beri
kostnað af vegagerð og vegtengingu við Eyjafjarðarbraut vestari.
Skipulagsnefnd felur sveitarstjóra að senda Skipulagsstofnun tillögu að aðalskipulagsbreytingu til umsagnar, jafnframt að óska eftir heimild til að
auglýsa hana skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
2. 0805026 - Hvammur - Deiliskipulag vegna efnistöku.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Auglýsingin verður birt
samhliða auglýsingu um breytingu á aðalskipulagi.
3. 0805025 - Tjarnir - Virkjun.
Erindi frá Aðalsteini Bjarnasyni þar sem hann óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir virkjun og heimarafstöð. Raforkuna á meðal annars að nota fyrir
dælubúnað hitaveitu nokkurra bæja fremst í Eyjafirði.
áður en nefndin getur tekið umsóknina til afgreiðslu þarf umsækjandi að afla álits Landbúnaðarstofnunar sbr. 33.-34. gr. laga nr. 61/2006,
um lax- og silungsveiði.
Erindinu frestað.
4. 0708027 - ölduhverfi - Deiliskipulag
Farið yfir svör frá VSó ráðgjöf og umsækjanda við greinargerð árna ólafssonar. í bréfi VSó er talið
nauðsynlegt að taka frekari umræðu um verkefnið og móta sameiginlega niðurstöðu um breytingar eða aðrar lausnir. Málinu frestað,
sveitarstjóra og formanni falið að ræða við fulltrúa ölduhverfis og VSó ráðgjafar.
5. 0707017 - Leifsstaðabrúnir 27 - Stækkun á aðstöðuhúsi.
Tekið fyrir erindi ólafs Rúnars ólafssonar hdl. fyrir hönd Ingvars Björnssonar þar sem endurnýjuð er umsókn um byggingarleyfi
(stækkun) húss á lóð nr. 27 við Leifsstaði.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:19