Skipulagsnefnd

103. fundur 07. maí 2008 kl. 09:13 - 09:13 Eldri-fundur

103. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 29. apríl 2008 og hófst hann kl. Kl. 18:45
Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Einar Grétar Jóhannsson, Karel Rafnsson, óli þór ástvaldsson, Bjarni Kristjánsson, Arnar árnason,

Fundargerð ritaði:  Bjarni Kristjánsson ,


Dagskrá:

1. 0710026 - Komma / Vökuland - Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús.
Karel Rafnsson lýsti yfir vanhæfi í þessu máli og vék af fundi.

Skipulagsnefnd getur ekki fallist á að fjarlægðarmörk frá landmerkjum verði minni en 25 m. þá getur nefndin ekki fallist á að aðkoma að húsunum liggi milli þeirra og Smáralundar. þá bendir nefndin á þau markmið sem fram eru sett í greinargerð aðalskipulagsins um að gæta skuli heildarásýndar hvers svæðis fyrir sig og heildarsamræmis innan hverfa.

2. 0804031 - Munkaþverá - Anna Aðalheiður Guðmundsdóttir sækir um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.
Afgreiðslu erindisins frestað en sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga hjá umsækjanda.

3.    0708027 - ölduhverfi / Viljayfirlýsing
Skipulagsnefnd leggur til að greinargerð árna ólafssonar, skipulagsfulltrúa, verði send landeiganda og hönnuðum hans til kynningar. Einnig minnir nefndin á umræður um fjarlægðarmörk á fundi með fyrrnefndum aðilum hinn 18. mars s. l.

4. 0804016 - Ytri-Varðgjá. Vaðlabyggð sækir um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 vegna efnistökusvæða.
Nefndin frestar afgreiðslu erindisins þar til fyrir liggur niðurstaða þeirrar könnunar sem nú fer fram á hugsanlegum áhrifum efnistöku á óshólmasvæðinu á lífríki þess.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   20.30
Getum við bætt efni síðunnar?