102. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi,þriðjudaginn 15. apríl 2008 og hófst hann kl.
18:45.
Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Karel Rafnsson, óli þór ástvaldsson, Bjarni Kristjánsson, Arnar árnason, Gunnar Valur Eyþórsson,
Fundargerð ritaði: óli þór ástvaldsson , Formaður skipulagsnefnd
Dagskrá:
1. 0802045 - þverá 1 - Breyting á aðalskipulagi vegna jarðgerðarstöðvar.
ásgeir ívarsson og Björn Jóhannsson frá VGK Hönnun gerðu grein fyrir umhverfisskýrslu vegna fyrirhugaðrar byggingar
jarðgerðarstöðvar á þveráreyrum. Skipulagsnefnd samþykkir umhverfisskýrsluna fyrir sitt leyti og leggur til að sveitarstjóri fái
heimild til að auglýsa tillöguna þegar lokagögn hafa borist.
2. 0803057 - álfaklöpp - þórður Harðarson sækir um leyfi til að byggja bílskúr.
Tillagan samræmist ekki skipulagsskilmálum þeim sem gilda fyrir svæðið. Nefndin leggur því til að umsókninni verði hafnað.
3. 0804007 - Gæðir ehf sækir um að Hrísaskógar landnr. 200937 verði gert að lögbýli.
Nefndin leggur til að umsóknin verði samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.15