Skipulagsnefnd

100. fundur 27. mars 2008 kl. 11:04 - 11:04 Eldri-fundur
100. fundur skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 18. mars 2008 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Einar Grétar Jóhannsson, Karel Rafnsson, óli þór ástvaldsson, Bjarni Kristjánsson, Arnar árnason,

Fundargerð ritaði:  Bjarni Kristjánsson , sveitarstjóri

Dagskrá:

1.    0708027 - ölduhverfi / Viljayfirlýsing. Fulltrúar eigenda mæta á fundinn.
Fulltrúar eigenda ölduhverfis, Sonja B. Elíasdóttir og Tómas Eiríksson, eru mættir á fundinn ásamt Guðmundi Arngrímssyni, landslagsarkitekt, og Smári Johnsen, skipulagsfræðingi, til að kynna hugmyndir að skipulagi og uppbyggingu hverfisins. Tómas gerði stutta grein fyrir forsögu málsins og þeim humyndum sem nú liggja fyrir nýtingu svæðisins. Megin breytingin frá hugmyndum fyrri eigenda er sú að nú er eingöngu gert ráð fyrir íbúðarbyggð á svæðinu í stað frístundabyggðar og íbúðarbyggðar eins og fyrst var áformað. Efsta byggð miðast við 130 m hæðarlínu í stað 200 m áður. Tvær safngötur liggja um svæðið og íbúðargötur út frá þeim. Allar íbúðargöturnar eru "botnlangar". íbúðarsvæðið er ca. 60 ha. Stærð lóða er frá ca. 1500 ferm. upp í 3.600 ferm. Hugmyndir um þriggja þrepa hreinsistöð neðan Eyjafjarðarbrautar vestri. þau gögn sem kynningin byggði á verða send í tölvutæku formi til skráningar.


2. 0803006 - Sameiginlegur fundur atvinnumála-, skipulags- og umhverfisnefnda 5. mars 2008.
á fundinum var samþykkt að beina því til sveitarstjórnar að skipa vinnuhóp til að fjalla um kynningarmál sveitarfélagsins með einum fulltrúa frá hverri eftirtalinna nefnda:
íþrótta- og tómstundanefnd.
Menningarmálanefnd.
Skipulagsnefnd.
Umhverfisnefnd.
Atvinnumálanefnd.

Nefndin tilnefnir Emilíu Baldursdótur sem fulltrúa sinn í vinnuhópinn.


3. 0803027 - Syðri - Varðgjá / Egill Jónsson sækir um afmörkun lóða.
Afmörkunin snertir eina íbúðarlóð neðan Veigastaðavegar sem er 3587 ferm. og svæði fyrir íbúðarbyggð ofan Veigastaðavegar sem er 13.5 ha.samkvæmt meðfylgjandi afstöðumyndum frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 04.03.2008 í mælikv. 1:2000 og 1:4000. Bæði þessi svæði eru staðfest í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025.
Nefndin getur ekki samþykkt erindið fyrr en fyrir liggja GPS mælinar í samræmi við landamerkjalýsingu staðfestar af eiendum aðlægs lands.


4.    0803028 - Opnun efnistökustaða -tillaga.
Skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að hún láti gera breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025 sem heimili minni háttar efnistökusvæði í innanverðu sveitarfélaginu, sem eingöngu verði nýtt til efnistöku vegna staðbundinna framkvæmda. Nefndin telur að eyrar Núpár, Djúpadalsár, Skjóldalsár og Finnastaðaár komi til álita. Einnig verði kannað hvort fleiri staðir kæmu til greina í sama tilgangi framar í sveitarfélaginu. Jafnframt lýsir nefndin yfir stuðningi við umsókn um nýja efnisnámu í landi Hvamms í þeim tilgangi að nýta efnið vegna fyrirhugaðrar stækkunar Akureyrarflugvallar.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19.45
Getum við bætt efni síðunnar?