Skipulagsnefnd

99. fundur 12. mars 2008 kl. 11:48 - 11:48 Eldri-fundur
99. fundur skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 10. mars 2008 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Einar Grétar Jóhannsson, Karel Rafnsson, óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Bjarni Kristjánsson, Arnar árnason,

Fundargerð ritaði: Bjarni Kristjánsson , sveitarstjóri


Dagskrá:

1. 0802036 - Hvammur, efnistaka - G. Hjálmarsson sækir um framkvæmdaleyfi
Skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að hún óski eftir því við Skipulagsstofnun, Veiðimálastofnun og Umhverfisstofnun að þessar stofnanir sendi hið fyrsta fulltrúa sína til fundar með sveitarstjórn og skipulagsnefnd til ráðgjafar um það hvernig best verði staðið að efnistökumálum í framtíðinni m. a. með hliðsjóna af fyrirhuguðum framkvæmdum við Akureyrarflugvöll.


2. 0803019 - þverá 1 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku
Afgreiðslu frestað þar til niðurstaða er fengin sbr. 1. lið.

3. 0803018 - Björgun efh sækir um námaleyfi í Eyjafjarðarsveit.
Afgreiðslu frestað þar til niðurstaða er fengin sbr. 1. lið.

4. 0803020 - Akureyrarflugvöllur aðflugsljós - umsókn um framkvæmdaleyfi
Skipulagsnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50
Getum við bætt efni síðunnar?