Skipulagsnefnd

96. fundur 23. janúar 2008 kl. 09:36 - 09:36 Eldri-fundur
96. fundur skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn Syðra Laugaland, þriðjudaginn 22. janúar 2008 og hófst hann kl. 18:15
Fundinn sátu:
Bjarni Kristjánsson, Brynjar Skúlason, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar Grétar Jóhannsson, óli þór ástvaldsson,

Fundargerð ritaði: Bjarni Kristjánsson , sveitarstjóri


Dagskrá:

1. 0801008 - Laugarfell - Umsókn um framkvæmd deiliskipulags
Ferðafélag Akureyrar sækir um heimild til að láta gera deiliskipulag fyrir hálendismiðstöðina að Laugafelli vegna byggingar nýs skálavarðarhúss. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt á grundvelli þeirra reglna sem gilda um deiliskipulagi á vegum einkaaðila sbr. ákvæði í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025.

2. 0709017 - Fjörubyggð, Syðri- og Ytri - Varðgjá. Tillaga að deiliskipulagi
í erindi frá Vaðlabyggð ehf. er óskað eftir umsögn skipulagsnefndar um tillögu að nýtingu lands í fjörunni neðan Ytri- og Syðri-Varðgjánna. Formanni er falið að eiga fund með oddvita sveitarstjórnar til að ræða hugmyndir að nýtingu svæðisins, þéttleika byggðarinnar, húsagerð o. fl.

3. 0705020 - Deiliskipulagstillögur vegna skógræktarreita í Saurbæ
Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt gidandi reglum. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki hana.

4. 0707009 - þórustaðir II - Tillaga að deiliskipulagi
Tillagan hefur verið auglýst eins og lög mæla fyrir um. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki hana.

5. 0801007 - Syðri-Varðgjá - Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi
Eigandi Syðri-Varðgjár, Egill Jónsson, óskar eftir því að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025 verði breytt til að stofnuð verið lóð fyrir eitt einbýlishús í skógarreit neðan Veigastaðavegar norðan Fosslands. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.

6. 0801020 - Rauðhús - Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.
Eigandi Rauðhúsa, Jóhannes Sigtryggsson, fer fram á að deiliskipulagi frístundasvæðis í landi Rauðhúsa verði breytt til að fjölga megi lóðum um eina samanber meðfylgjandi yfirlitsmynd. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.

7. 0801019 - Brúarland ; Mál er varða úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála.
Eigandi Brúarlands hefur vísað ákvörðun skipulagsnefndar um að hafna tillögu hans að deiliskipulagi íbúðarsvæðis norðan bæjarhúsanna að Brúarlandi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. úrskurðarnefndin hefur óskað eftir rökstuðninga skipulagsnefndar fyrir ákvörðun sinni. Fyrirliggur minnisblað sveitarstjóra þar sem ferli málsins er rakið og hefur lögfræðingi sveitarfélagsins verið falið að svara erindinu á grundvelli þess. Lagt fram til kynningar.

8. 0801021 - Eyrarland - Afmörkun lóða
Einar G. Jóhannsson sækir um heimild til að stofna tvær lóðir fyrir íbúðarhús sem fyrir eru á jörðinni. Lóðirnar fái ný landnúmer. Einar G. Jóhannsson vék af fundi. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.

9. 0801024 - Litli-Hamar - Umsókn um leyfi til byggingar geldneytahúss
Húni Zóphaníasson, Litla-Hamri, sækir um leyfi til að rífa gömul fjárhús á jörðinni og byggja í staðinn geldneytahús. Stærð hússins er áætluð ca. 430 ferm og hæð allt að 6 m. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.40
Getum við bætt efni síðunnar?