Skipulagsnefnd

95. fundur 18. desember 2007 kl. 10:09 - 10:09 Eldri-fundur
95. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 11. des. 2007 kl. 18.15.
Mætt: óli þór ástvaldsson, Brynjar Skúlason, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson og Einar G. Jóhannsson. Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, skráði fundargerð.

1. Tillaga að deiliskipulagi jarðgerðarstöðvar í landi þverár.
Fyrir liggur tillaga frá VGK-Hönnun hf.
Nefndin samþykkir að hönnunarvinnunni verði haldið áfram á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

2. Drög að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Ytri-Varðgjár ofan Veigastaðavegar, beiðni landeiganda um umsögn.
Fyrir liggja drög að deiliskipulagi svæðisins dags. 19. ág. 2007 og beiðni eiganda um umsögn skipulagsnefndar dags. 26. sept. 2007.
Nefndin samþykkir meðfylgjandi fsk. sem umsögn og svar til eiganda og hönnuðar.

3. Umsókn Tómasar Inga Olrich um leyfi til að byggja íbúðarhús í landi Knarrarbergs
Vísað er til fyrri umfjöllunar um sama mál. Nefndin gerði athugasemd við fjarlægð hússins frá landamerkjunum að Arnarhóli. Húsið hefur nú verið fært til skv. fyrirliggjandi uppdrætti dags. 6. des. 2007 (breyting) og fjarlægðarmörkin uppfyllt.
Nefndin leggur því til að erindið verði samþykkt.

4. Deiliskipulag í landi Signýjarstaða.
í framhaldi af athugasemdum sem bárust við auglýsta deiliskipulagstillögu var hönnuði og eiganda falið að breyta staðsetningu húsa innan skipulagssvæðisins þannig að fjarlægð þeirra frá næstu landamerkjum væri alls staðar 25 m að lágmarki.
Við þessum tilmælum hefur verið brugðist og samþykkti nefndin með 4 greiddum atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að hún samþykki tillöguna. Emilía Baldursdóttir sat hjá í atkvæðagreiðslunni.

5. Verndun votlendis.
Skipulagsnefnd leggur til að ábúendum á Hvammi sé bent á að uppfylling mýrarinnar vestan Eyjafjarðarbrautar vestri samræmist ekki 37. gr. náttúruverndarlaga nr. 44/1999 um sérstaka verndun jarðmyndana og vistkerfa.

6. Umsókn um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025.
Anna Guðmundsdóttir og Páll Ingvarsson, Reykhúsum, óska eftir að sú breyting verði gerð á aðalskipulagi sveitarfélagsins að heimilt verði að byggja 7 hús á skilgreindu íbúðarsvæði í landi jarðarinnar (Hjálmsstaðir) í stað 5. N
efndin leggur til að erindið verði samþykkt.

7. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi þverár.
Eigendur Reinar I og Reinar II hafa undirritað yfirlýsingu dags. 11. des. 2007 þess efnis að þeir geri ekki athugasemd við breytinguna að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í meðfylgjandi greinargerð.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.25.
Getum við bætt efni síðunnar?