Skipulagsnefnd

92. fundur 16. nóvember 2007 kl. 11:56 - 11:56 Eldri-fundur
92. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 13. nóv. 2007 kl. 18.15.
Mætt óli þór ástvaldsson, Brynjar Skúlason, Emilía Baldursdóttir, Einar G. Jóhannsson Karel Rafnsson og árni ólafsson, skipulagsfulltrúi. Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, skráði fundargerð.

1. Umsögn um tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Ytri-Varðgjár.
árni ólafsson gerði grein fyrir athugasemdum/ábendingum sem hann hefur sett fram í meðfylgjandi gögnum (Deiliskipulagsdrög TBB dags. 19. ág. Minnispunktar –drög að umsögn, 29.10.07). Mikil umræða varð um tillöguna og ábendingar árna.
Honum ásamt sveitarstjóra falið að ganga frá greinargerð um þær forsendur sem byggð á svæðinu þarf að lúta sbr. greinargerð aðalskipulagsins og umræðu á fundinum.

2. Umsókn um leyfi til að að byggja íbúðarhús á lóð úr landi Knarrarbergs.
Staðsetning hússins er sýnd nær landamerkjum en ákvæði eru um í skipulagsskilmálum fyrir byggð á þessu svæði þ. e. 25 m. Borin var upp tillaga Emilíu Baldursdóttur um að erindinu verði hafnað á þeim forsendum og lagt fyrir umsækjanda að kanna betur staðsetninguna. Tillagan var samþykkt með þremur greiddum atkvæðum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.10.

Getum við bætt efni síðunnar?