Skipulagsnefnd

91. fundur 02. nóvember 2007 kl. 11:50 - 11:50 Eldri-fundur
91. fundur skipulagsnefndar haldinn 1. nóv. kl. 20:00. Dagskrá fundarins var vettvangsferð nefndarinnar sem farin var laugardaginn 13. október s. l.; skoðunarferð um vegi sveitarfélagsins. Mætt voru óli þór ástvaldsson, Brynjar Skúlason, Einar Grétar Jóhannsson (bílstjóri), Karel Rafnsson (ljósmyndari), Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri og Emilía Baldursdóttir sem ritaði fundargerð.
Undir skipulagsnefnd heyra umferðarmál og tilgangur ferðar var að gera úttekt á vegunum hvað varðar umferðaröryggi. Ekið var frá Leirunesti austur Leiruveg um endurbættan Veigastaðaveg, Leifstaðaveg og þaðan suður Eyjafjarðarbraut eystri að Stíflubrú, þaðan fram í Tjarnir og Hólsgerði, norður Hólaveg og síðan út Eyjafjarðarbraut vestri og Djúpadalsveg.

Eftirfarandi atriði þarfnast úrbóta:
1. á Leiruvegi þarf frárein til suðurs að Eyjafjarðarbraut eystri.
2. Biðskyldu vantar frá bílaplani í Varðgjárfjöru.
3. Stöðvunarskyldu vantar frá ytri enda Veigastaðavegar inn á hringveginn, þarna þarf að koma hringtorg á leið 1.
4. Hinn endurbætti Veigastaðavegur er of mjór og nauðsynlegt að setja strax vegrið á nokkrum stöðum bæði í umdæmi Svalbarðsstrandarhrepps og Eyjafjarðarsveitar. Beygja við gil norðan Breiðabliks er sérstaklega glæfraleg.
5. Hámarkshraði á Veigastaðavegi verði strax takmarkaður við 70 km
6. Vegtenging að fyrirhugaðri íbúðabyggð ofan vegar í landi Ytri-Varðgjár færist til suðurs í slakka norðan núverandi heimreiðar í Ytri-Varðgjá.
7. Hámarkshraði á Leifsstaðavegi verði strax takmarkaður við 50 km
8. Mishæð á Eyjafjarðarbraut eystri sunnan Stóra-Hamars verði lagfærð.
9. Stíflubrú er orðin gjörsamlega óhæf og aðkoma að henni stórhættuleg beggja vegna. Hér verður að ráðast í úrbætur.
10. Ofaníburð vantar víða í malarvegina. þetta er sérstaklega áberandi
a) á Eyjafjarðarbraut vestri sunnan við Nes ( miðað við endurbætur á vegi þar norðar)
b) á Djúpadalsvegi sérstaklega sunnan Litla-Garðs
c) á syðri hluta Kristnesvegar
11. Huga þarf að framtíðarlagfæringu á Eyjafjarðarbraut vestri í Jórunnarstaðakleif, hugsanlegri tilfærslu vegar og e.t.v. skógrækt til að binda snjó.
12. Bundið slitlag þarf að koma sitt hvoru megin Torfufellsbrúar þar til vegur verður allur lagfærður.
13. Hækka þarf Hólaveg norðan Vatnsenda út undir Hólavatn vegna snjóþyngsla á þessum parti.
14. Ný brú þarf að koma á Eyjafjarðará við Sandhóla.
15. Styrkja þarf vesturbakka Eyjafjarðarár norðan Sólgarðs þar sem Núpufellsá grefur undan vegi.
16. Beygjur á Eyjafjarðarbraut vestri sunnan öldu eru hættulegar og þyrfti að taka þær af.
17. Beygja á Eyjafjarðarbraut vestri við Hólshús er mjög hættuleg. þarna þarf að breikka veginn og taka beygju af.
18. Hraðaleiðbeiningarmerki vantar strax við beygju hjá Espihóli þar til vegur verður breikkaður og beygjan tekin af.
19. Biðskyldumerki þarf að koma strax frá Reykárhverfi inn á Eyjafjarðarbraut vestri.
20. Mála þarf gangbraut yfir Eyjafjarðarbraut vestri frá Reykárhverfi að Hrafnagilsskóla sunnan við Laugarborg. þarna þyrftu að koma handstýrð gangbrautarljós.
21. Koma upp grindverki milli gangstéttar og vegar frá Laugarborgarafleggjaranum og a.m.k. að Leikskólanum
22. Hámarkshraði á aðalgötu um Reykárhverfi norðan Reykár verði strax takmarkaður við 30 km
23. Lengja þarf bundið slitlag á Kristnesvegi til suðurs a.m.k. suður fyrir Kristnes.
24. Leggja gangstíg frá Reykárhverfi 1 að afleggjaranum að Laugarborg.


Fleira ekki fært til bókar og skoðunarferð lokið við Leirunesti um 12:00 á hádegi.

Fundargerð yfirfarin og undirrituð 1. nóv. 2007
Getum við bætt efni síðunnar?