Skipulagsnefnd

89. fundur 24. október 2007 kl. 09:52 - 09:52 Eldri-fundur
89. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 23. okt. 2007 kl. 18.15.
Mætt voru: óli þór ástvaldsson, Brynjar Skúlason, Emilía Baldursdóttir, Einar G. Jóhannsson, Karel Rafnsson, árni ólafsson, skipulagsfulltrúi og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

1. Erindi Vilbergs Jónssonar, dags. 19. okt. 2007, um leyfi til byggingar íbúðarhúss á spildu úr landi Kommu.
í tillögu þeirri að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar sem nú er til staðfestingar hjá umhverfisráðherra er gert ráð fyrir íbúðarbyggð fyrir 4 hús á umræddri landspildu. Nefndin telur sér ekki fært að samþykkja byggingu eins húss á spildunni eins og bréfritari fer fram án þess að fyrir liggi formleg deiliskipulagstillaga þar sem grein er gerð fyrir nýtingu spildunnar í heild.

2. Erindi Benedikts Hjaltasonar og Margrétar Aradóttur, dags. 10. okt. 2007, um leyfi til byggingar íbúðarhúss á spildu úr landi Hrafnagils.
í tillögu þeirri að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar sem nú er til staðfestingar hjá umhverfisráðherra er gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss á umræddri landspildu. þar sem hér er um stakstætt íbúðarhús að ræða en ekki íbúðarbyggð fyrir fleiri hús samþykkir nefndin að leita eftir afstöðu Skipulagsstofnunar til jákvæðrar afgreiðslu erindisins með vísan til 3. tl. í ákvæðum til bráðabirgða í skipulags- og byggingarlögum. Fjarlægð byggingarreits verði þó að lágmarki 25 m frá landamerkjunum að norðan.

3. Erindi Benedikts Hjaltasonar og Margrétar Aradóttur, dags. 10. okt. um nafn á fyrirhuguðu húsi sbr. 3. tl.
Farið er fram á að væntanlegt íbúðarhús sbr. tl. 3 fái nafnið Húsaflöt. Nafnið er gamalt örnefni á þessum stað. Nefndin samþykkir nafngiftina fyrir sitt leyti.

4. Erindi Rögnvaldar R. Símonarsonar og Kirsten Godsk, Björk, dags. 4. sept. 2007, andmæli við auglýsta tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar úr land Bjarkar (Signýjarstaðir).
Afgreiðslu erindisins frestað.

5. Erindi Bryndísar Símonardóttur f. h. eigenda Háuborgar, dags. 6. sept. 2007, andmæli við auglýsta tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar úr landi Bjarkar (Signýjarstaðir).
Afgreiðslu erindisins frestað.

6. Erindi Vaðlabyggðar, dags. 26. sept. 2007, beiðni um umsögn um tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Ytri-Varðgjár ofan Veigastaðavegar.
Afgreiðslu erindisins frestað.

7. Fyrirspurn til Orkuvinnslunnar ehf. c/o Aðalsteins Bjarnasonar vegna framkvæmda í landi Tjarna.
Nefndin óskar skýringa á tilgangi þeirra framkvæmda sem átt hafa sér stað í landi Tjarna og snerta mikið landrask og skurðgröft frá Glerá og norður fyrir Tjarnabæinn. Einnig vegagerð upp Glerárdal. Fyrir lá uppkast að bréfi til viðkomandi, sem nefndin samþykkir.

9. Málefni frístundabyggðar í landi Leifsstaða.
árni ólafsson, skipulagsfulltrúi, fjallaði um kosti og galla þess að breyta svæðinu í íbúðarbyggð. Greinargerð hans er fylgiskjal með fundargerð þessari. Afgreiðslu málsins frestað.

10. Erindi Jóns Bergs Arasonar, dags. 3 okt. 2007, um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi þverár I.
Emilía Baldursdóttir lýsti sig vanhæfa til að fjalla um erindið vegna fyrri afskipta en nýtti sér um leið rétt sinn til að gera grein fyrir afstöðu sinni. Arnar árnason tók sæti Emilíu. Sveitarstjóra og formanni skipulagsnefndar falið að ræða við málsaðila og gera þeim grein fyrir afstöðu skipulagsnefndar til erindisins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.20.
Getum við bætt efni síðunnar?