Skipulagsnefnd

88. fundur 05. október 2007 kl. 08:51 - 08:51 Eldri-fundur
88. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-laugalandi fimmtudaginn 4. okt . 2007.
Mætt óli þór ástvaldsson, Brynjar Skúlason, Emilía Baldursdóttir, Einar G. Jóhannsson Karel Rafnsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

1. Umsókn Bergsteins Gíslasonar um leyfi til að byggja íbúðarhús í landi Leifsstaða. Erindið var á dagskrá 86. fundar en þá frestað.
í erindinu er farið fram á að mega byggja stakstætt íbúðarhús á lóð sem er á svæði sem ætlað er fyrir íbúðarbyggð. Nefndin getur ekki samþykkt erindið nema lögð verði fram tillaga að deiliskipulagi svæðisins í heild.

2. Erindi Karels Rafnssonar frá 14. júní 2007 um umferðarmál.
Nefndin samþykkir að fara vettvangsferð um sveitarfélagið laugardaginn 13. okt. n. k. og skoða vegi og ástand þeirra m. t. t. umferðaröryggis o. fl.

3. Umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara yfir Vaðlaheiði.
Nefndin samþykkir að framkvæmdaleyfi verði gefið út um leið og fyrirliggjandi tillaga að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025 hefur verið staðfest.

4. Erindi Höllu Sveinsdóttur og Helgu Sigríðar Steingrímsdóttur um nafn á frístundalóð úr landi öngulsstaða 1. Nafnið er Baldurshagi.
Nefndin gerir ekki athugasemd við nafnið.

5. Erindi Jóns Bergs Arasonar, dags. 3. okt. 2007, um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi þverár I.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19.40.
Getum við bætt efni síðunnar?