Skipulagsnefnd

85. fundur 21. ágúst 2007 kl. 10:03 - 10:03 Eldri-fundur
85. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 20. ágúst 2007 kl. 18.15.
Mætt óli þór ástvaldsson, Brynjar Skúlason, Emilía Baldursdóttir, Einar G. Jóhannsson Karel Rafnsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

1. Deiliskipulag Fjörubyggðarinnar.
á fundinn mættu fulltrúar Vaðlabyggðar ehf., þeir Sigurður Guðmundsson og Sigurður þorsteinsson og kynntu hugmynd að skipulagi svæðisins. Hún gerir ráð fyrir að þar verði eingöngu byggð fjölbýlishús í þremur klösum, tvö hús í hverjum klasa. í nyrsta klasanum verði 21 og 10 íbúða hús, í miðklasanum verði 18 og 10 íbúða hús og í syðsta klasanum 18 og 21 íbúða hús. í kjallara húsanna er reiknað með einu bílastæði pr. íbúð. íbúðastærð er áætluð 70 – 80 ferm til 140 – 160 ferm.
Nefndin telur að hugmyndin um klasabyggð af þeim toga sem kynnt var falli betur að svæðinu en fyrri hugmyndir. þá telur nefndin að tryggja þurfi gott aðgengi að skóginum ofan byggðarinnar og hvetur hún til þess að framkvæmdaaðilinn leiti eftir samstarfi við Skógræktarfélag Eyfirðinga um útfærslu. Einnig þarf að tryggja gott aðgengi almennings með tjörninni framan byggðarinnar.

2. Umsókn Halldórs Baldurssonar og önnu þórsdóttur um leyfi til að byggja “útihús” (geymsla, sauna, búningsaðstaða og útisturta) á lóð nr. 3 í Fosslandi.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.


Fleira ekki gert og fundi slitið 19.45.
Getum við bætt efni síðunnar?