84. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 5. júlí 2007 kl. 18.15.
Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Brynjar Skúlason og Bjarni
Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.
1. Tillaga að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025, athugasemdir Skipulagsstofnunar, afgreiðslu frestað á 83. fundi
nefndarinnar.
Fyrir liggja tillögur Benedikts Björnssonar, skipulagsráðgjafa, sem hann hefur unnið ásamt sveitarstjóra, sem miðast við að mæta
ábendingum Skipulagsstofnunar um leiðréttingar á skipulagstillögunni merkt fsk. 1, fsk. 2 og fsk. 3. Nefndin leggur til að
ábendingum Skipulagsstofnunar verði mætt eins og fram kemur í fylgiskjölunum. Til viðbótar leggur nefndin til breytingar sem fram koma í nýju
fsk. merkt nr. 4.
Emilía Baldursdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu er varðar fjarlægðarmörk:
“Alls staðar í sveitarfélaginu gildi 50 m fjarlægð frá landamerkjum að byggingarreit skipulagðrar íbúðar- og
frístundabyggðar þar sem mætist ólík landnotkun.”
Tillaga hennar var felld með 4 atkvæðum
2. Skipulagsmál í landi Brúarlands, afgreiðslu frestað á 83. fundi nefndarinnar.
á 83. fundi var samþykkt að fela Arnari Sigfússyni, hdl. að svara lögmanni Karls Karlssonar og Sigríðar örvarsdóttur, Karlsbergi, sem fyrir
þeirra hönd hefur gert athugasemd við fyrirhugaða þéttingu byggðar við Brúarland og aðkomu að byggðinni um land þeirra, sem ber
landnúmerið 208303.
Fyrir liggur tillaga Arnars að svari sem skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti.
3. Fundargerð byggingarnefndar, 6. tl. 59. fundar nefndarinnar frá 5. júní 2007.
Athugasemd byggingarnefndar við afgreiðslu málsins vísað til skipulagsnefndar á fundi sveitarstjórnar 19. júní s. l. Tilefni athugasemdarinnar er
samþykkt skipulagsnefndar frá fundi hennar hinn 17. apríl 2007 þar sem hún heimilar stækkun aðstöðuhúss á lóð úr
landi Leifsstaða. Athugasemdin er svohljóðandi:
“Samkvæmt teikningum er ekki hægt að fallast á að umrætt hús sé aðstöðuhús þar sem teikningar sýna
fullbúið 66.8m2 sumarhús. í því samhengi má til frekari rökstuðnings benda á afgreiðslu byggingarnefndar frá 29.
júní 1993, þar sem samþykkt var að flytja sumarhús til að setja niður á umrædda lóð á skipulögðu
sumarbústaðasvæði í landi Leifsstaða í Eyjafjarðarsveit, sbr. einnig samþykkt byggingarnefndar frá 9. ágúst 1994 vegna
viðbyggingar við þetta sama sumarhús.
Samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar þann 30.08.05 er lóðin nr. 27 í Leifsstaðabrúnum
íbúðarhúsalóð með leyfi fyrir 30m2 aðstöðuhúsi. Stækkun á sumarhúsi samræmist því ekki
deiliskipulagi. Byggingarnefnd telur afgreiðslu skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar á erindinu óeðlilega því mannvirkið sem um ræðir
samræmist ekki deiliskipulagi.
Vegna ofangreindra atriða getur byggingarnefnd ekki fallist á stækkun sumarhúss á lóðinni og hafnar erindinu.”
Skipulagsnefnd samþykkir að leita umsagnar Skipulagsstofnunar hvað mál þetta varðar.
4. Drög að skipulags- og byggingarskilmálum fyrir Reykárhverfi IV.
Skipulagsnefnd hefur áður samþykkt uppdrátt af skipulagssvæðinu og nú liggja fyrir drög að byggingar- og skipulagsskilmálum sem árni
ólafsson hjá Teiknistofu arkitekta hefur unnið. Nefndin samþykkir efnisinnihald draganna, en gera skal ráð fyrir að spennistöð verði utan
íbúðarsvæðisins.
5. Umsókn um lóð fyrir jarðgerðarstöð.
Fyrir liggur samkomulag milli Moltu ehf. annars vegar og Jóns Bergs Arasonar þverá hins vegar um að hinn síðarnefndi leggi til 3 ha. iðnaðarlóð
úr landi þverár undir fyrirhugaða jarðgerðarstöð. þá liggur einnig fyrir yfirlitsmynd sem sýnir staðsetningu stöðvarinnar
skammt sunnan þverár ytri á eyrum árinnar.
Nefndin tekur jákvætt í erindið en bendir á að leggja þarf fram formlega umsókn og nákvæmari gögn til að hún geti
tekið það til efnislegrar meðferðar.
6. Umsókn dags. 5. júlí 2007 um leyfi til að byggja smáhýsi á lóð nr. 1 úr landi Hólshúsa.
Umsækjandi er Sigurður Sigurbjörnsson, kt. 110550-3329, eigandi lóðarinnar. Hann sækir um leyfi til að byggja 30 ferm. smáhýsi til að nýta
sem aðstöðu- og íveruhús þar til íbúðarhús hefur verið byggt á lóðinni. Skilmálar gera ráð fyrir
að byggja megi 3 hús á hverri lóð á skipulagssvæðinu þ. e. eitt íbúðarhús, eina bílgeymslu og
útihús.
Nefndin frestar afgreiðslu erindisins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.40