83. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi miðvikudaginn 4. júlí 2007 kl.
18.15.
Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og Bjarni
Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.
1. Tillaga að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025, athugasemdir Skipulagsstofnunar.
í bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 11. júní 2007, kemur fram að hún hefur yfirfarið skipulagsgögnin og að hún muni taka tillöguna að
nýju til afgreiðslu til staðfestingar umhverfisráðherra þegar niðurfelling Svæðisskipulags Eyjafjarðar 1998 – 2018 hefur verið
staðfest. Jafnframt að gera þurfi nokkrar leiðréttingar á greinargerð I og uppdráttum áður en tillagan verður endanlega afgreidd.
Fyrir liggja tillögur Benedikts Björnssonar, skipulagsráðgjafa, sem hann hefur unnið ásamt sveitarstjóra, sem miðast við að mæta
ábendingum Skipulagsstofnunar um leiðréttingar á skipulagstillögunni.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar sem verður fimmtudaginn 5. júlí 2007.
2. Skipulagsmál í landi Brúarlands.
Fyrir liggur erindi óskars Sigurðssonar, hrl., f. h. Karls Karlssonar og Sigríðar örvarsdóttur, Karlsbergi, sem þau hafa falið að gæta hagsmuna
sinna vegna aðalskipulagstillögu um þéttingu byggðar við Brúarland sem og fyrirhuguðum framkvæmdum og breytingum á umferð um land nr. 208303,
sem er í eigu þeirra. Lögmaðurinn telur að semja þurfi sérstaklega um breytta notkun heimreiðar að Brúarlandi vegna þéttingar
byggðarinnar, en heimreiðin fer að hluta yfir fyrrnefnt land nr. 208303. Gegn heimild til notkunar á umræddri heimreið er farið fram á að
sveitarfélagið beiti sér fyrir makaskiptum á hluta úr landi nr. 208303 og landskika sem tilheyrir Brúarlandi. þeirri hugmynd hefur eigandi
Brúarlands alfarið hafnað.
Arnar Sigfússon, hdl., sem falið var að annast þetta mál f. h. sveitarfélagsins mætti til fundarins og gerði grein fyrir því hvernig hann
telur að bregðast eigi við fyrrnefndu erindi. Hann kynnti uppkast að svarbréfi. Honum er falið ganga frá formlegu svari til lögmanns eigenda Karlsbergs á
grundvelli þeirra efnisatriða sem fram koma í uppkastinu
3. Erindi um breytingu á byggingarreits húss nr. 1 í Brúnahlíð.
Erindi þessa efnis var afgreitt á fundi nefndarinnar hinn 22. maí 2007. Farið er fram á frekari tilfærslu reitsins vegna sérstakra aðstæðna
á lóðinni. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.
4. Breyting á byggingarskilmálum fyrir frístundahús á lóð úr landi álfaklappar.
Skv. gildandi skilmálum má byggja allt að 70 ferm. hús á lóðinni. Farið er fram á að byggja megi 83.5 ferm hús. Breytingin hefur
verið grenndarkynnt og hún samþykkt af viðkomandi.
Samþykkt.
5. Bygging fjárhúss á jörðinni Halldórsstöðum, breyting á byggingarreit.
Erindi um leyfi til byggingarinnar var samþykkt á fundi nefndarinnar hinn 22. maí 2007. Vegna aðstæðna í landinu þykir henta að snúa
byggingarreitnum eins og sýnt er á meðf. afstöðumynd.
Samþykkt.
6. Umsókn um leyfi til að byggja íbúðarhús á syðri hluta Jórunnarstaða, landnr. 210417.
Umsækjendur, Dagný Linda Kristjánsdóttir, kt. 081180-5049, og Valur ásmundsson, kt. 190676-5799, óska eftir að þeim verði veitt heimild til
að byggja íbúðarhús á jörðinni eins og sýnt er á meðf. afstöðu og yfirlitsmynd.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt með fyrirvara um afstöðu Skipulagsstofnunar sbr. 3. tl. ákvæðis til bráðabirgða í
skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Einnig með þeim fyrirvara að heimild fáist til undanþágu frá þeim fjarlægðarmörkum sem
gilda um byggingar við stofn- og tengivegi skv. skipulagsreglugerð nr. 400/1998. Sótt hefur verið um slíka undanþágu sbr. 6. tl. 82. fundargerðar
nefndarinnar frá 11. júní 2007.
7. Breyting á vegtengingu fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar í fjörunninni norðan Fosslands.
Farið er fram á að ný vegtenging verði samþykkt inn á svæðið frá Eyjafjarðarbraut eystri nokkru norðan fyrirhugaðrar
byggðar. Um leið verði felld út af skipulagi vegtenging að Fosslandi eins og hún er sýnd á gildandi deiliskipulagi svæðisins sem samþykkt
var af sveitarstjórn hinn 22. maí 2001. Núverandi tenging að Fosslandi haldi sér óbreytt. Meðfylgjandi er afstöðumynd dags. 15.06.2007 og erindi
undirritað af eigendum lóða og lands á báðum svæðunum.
Nefndin leggur til að breytingin verði samþykkt og verði hluti af Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025. þess verði gætt að ræsi
verð nógu vítt til að hindra ekki eðlilegt streymi vatns.