82. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 11. júní 2007 kl.
18.15.
Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Jón Jónsson, Brynjar Skúlason og Bjarni
Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.
1. Brúsahvammsvirkjun.
Borist hafa umsagnir frá eftirtöldum aðilum:
Náttúruverndarnefnd Eyjafjarðar, dags. 26. maí 2007.
Veiðimálastjóra, dags. 25. maí 2007.
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár, dags. 1. júní 2007.
í umsögnum Náttúruverndarnefndar og Veiðimálastjóra kemur fram að ekki sé talin þörf á umhverfismati vegna fyrirhugaðrar
framkvæmdar en Veiðimálastjóri hvetur til þess að frekari rannsóknir fari fram á lífríki árinnar áður en í
þær yrði ráðist. Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár leggur mikla áherslu á að hvergi verði slakað á kröfum
um að sýna fram á að virkjunin hafi ekki neikvæð áhrif á umhverfi og lífríki árinnar. þá telur stjórnin að
það mat sem liggur fyrir á áhrifum virkjunarinnar og fylgdi með í gögnum umsækjanda sé nokkuð almenns eðlis og þar vanti
ákveðin atriði, en stjórnin tekur jafnframt fram að hún hafi ekki faglegar forsendur til að leggja mat á áreiðanleika skýrslunnar
í heild.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á formlegu umhverfismati en í ljósi ofangreindra ábendinga telur hún nauðsynlegt að fram fari frekari
rannsóknir áður en afstaða er tekin til framkvæmdaleyfis. óyggjandi niðurstaða þarf að fást um að hvorki virkjunin sjálf
né framkvæmdir vegna hennar hafi skaðleg áhrif á vistkerfi Eyjafjarðarár m. a. bleikjustofninn.
2. Tillaga að deiliskipulagi vegna íbúðarhúss í landi þórustaða 2, frestað á síðasta fundi.
Tillagan er unnin af Kollgátu, Kaupvangsstræti 29, Akureyri, og sýnir lóð fyrir tvö íbúðarhús á landskika sem er ca. 2.3 ha.
það er í samræmi við tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt og sett
í lögformlegt ferli með því skilyrði að hús verði staðsett þannig innan byggingarreitsins að 25 m verði frá húsi að
næstu landamerkjum.
3. Erindi Jóns K. Arnarsonar, f. h. Skógræktarfélags Eyfirðinga, dags. 21. maí 2007, tillaga að deiliskipulagi
skógræktarsvæðis úr landi Saurbæjar, frestað á síðasta fundi.
Nefndin leggur til að erindið verði
samþykkt og sett í lögformlegt ferli, enda liggi fyrir samþykki landeiganda á skipulagstillögunni.
4. Erindi Pacta, Akureyri, dags. 30. maí 2007, f. h. Ytra-Laugalands ehf., beiðni um landskiptingu í landi Hrafnagils.
Farið er fram á að
stofnaðar verði tvær lóðir umhverfis íbúðarhús á Hrafnagilsjörðinni. önnur lóðin verði 2.93 ha. og tilheyri
íbúðarhúsi byggðu 1929, landnúmer 193695. Hin lóðin verði 2094 ferm umhverfis hús byggt 1972, landnúmer 188405.
Skipulagsnefnd leggur til að erindið verði samþykkt.
5. Erindi Pacta, Akureyri, dags. 30. maí 2007, um stofnun lóðar úr landi Vökulands II.
F. h. Grettis Hjörleifssonar, kt. 290361-4949 og Kristínar Kolbeinsdóttur, kt. 310562-3789, er farið fram á að stofnuð verði sérstök
lóð kringum vélageymslu og íbúðarhús á Vökulandi II. Lóðin verði 3.9 ha, landnúmer 177064.
Skipulagsnefnd leggur til að erindið verði samþykk með fyrirvara um að umsækjendur séu skráðir eigendur lands með fyrrgreindu
númeri.
6. Erindi Dagnýjar Lindu Kristjánsdóttur, Kolgerði 3, Akureyri, dags. 28. maí 2007, um undanþágu frá fjarlægðarmörkum
frá þjóðvegi (tengivegi) vegna byggingar frístundahúss og íbúðarhúss á Jórunnarstöðum.
á afstöðumynd sem fylgir erindinu er sýndur byggingarreitur fyrir frístundahús ca. 36 m austan Eyjafjarðarbrautar vestri (821) og ca. 40 m frá
Eyjafjarðará. Byggingareitur fyrir íbúðarhús er sýndur ca. 66 m vestan Eyjafjarðarbrautar. Skv. kafla 4.16.2 í skipulagsreglugerð skal
þess gætt að ekki sé byggt nær tengivegum en 100 m og ekki nær ám eða vötnum en 50 m (4.15.2). í lögum um lax- og silungsveiði 33.
gr. segir að leyfi Landbúnaðarstofnunar þurfi fyrir sérhverri framkvæmd allt að 100 m frá bakka.
í erindi kemur einnig fram að viðkomandi hyggst sækja um að hluti hans úr landi Jórunnarstaða verði lögbýli.
Nefndin samþykkir að sækja um undanþágu frá fjarlægðarmörkum frá vegi fyrir íbúðarhús ofan Eyjafjarðarbrautar
vestri enda kemur fram að umsækjandi hyggst sækja um lögbýlisrétt. Nefndin bendir umsækjanda á að skv. ákvæðum í
skipulagsreglugerð skal ekki byggja nær ám og vötnum en 50 m. Nefndin hafnar því byggingu frístundahúss austan Eyjafjarðarbrautar vestri eins og
staðsetning þess er sýnd á meðfylgjandi afstöðumynd.
7. Deiliskipulag frístundasvæðis úr landi Bjarkar (Signýjarstaðir).
Fyrir liggur uppdráttur að deiliskipulagi svæðisins sem gerir ráð fyrir þremur húsum á skipulagsreitnum sem er ca. 1.7 ha. Skipulags- og
byggingarskilmálar eru áritaðir á uppdráttinn.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt og sett í lögformlegt ferli. Emilía Baldursdóttir sat hjá við afgreiðslu erindisins.
8. Umsókn Kristins D. Gissurarsonar f. h. Sigríðar Helgadóttur, kt. 260372-5139, um breytingu á byggingarskilmálum fyrir lóð nr. 12
á frístundasvæði í Leifsstaðabrúnum.
Sótt er um leyfi til að byggja 92 ferm. hús á lóðinni, en
samkvæmt skipulagsskilmálum má að hámarki reisa þar 60 ferm. hús.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt enda verði breytingin kynnt næstu nágrönnum.
9. Umsókn þórs Aðalsteinssonar, Kristnesi, um leyfi til að byggja mjólkurhús við fjós á jörðinni.
Meðfylgjandi eru afstöðu- og yfirlitsmyndir sem sýna staðsetningu viðbyggingarinnar. Flatarmál byggingarinnar er áætlað ca. 100 ferm og
mænishæð ca. 4.5 m.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykk.
10. Viljayfirlýsing um uppbyggingu ölduhverfis.
Viljayfirlýsingin kveður á um samstarf milli skipulagsyfirvalda og ölduhverfis ehf. um skipulag hverfisins og forsendur þess.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki yfirlýsinguna með fyrirvara um þéttleika byggðarinnar.
11. Erindi umhverfisráðuneytisins dags. 25. maí 2007, beiðni um umsögn vegna kæru á tillögu að Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005
– 2025.
Kæran er lögð fram af Pacta f. h. Bergsteins Gíslasonar, kt. 021245-2679, eiganda lands neðan Leifsstaðabrúna vegna þeirrar
ákvörðunar sveitarstjórnar að hafna beiðni um íbúðarbyggð á þeim stað. Höfnunin var rökstudd í bréfi til
Bergsteins Gíslasonar dags. 9. jan. 2007 sem svar við athugasemd hans við tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025.
Til frekari rökstuðnings fyrir fyrri ákvörðun sinni um að hafna íbúðarbyggð á þessu svæði samþykkir skipulagsnefnd
eftirfarandi:
1. Byggingarsvæðið er mjög þröngt þar sem votlendi nær víða að klapparrótunum og miklu þyrfti að raska til að
það yrði byggingarhæft. Bæði þyrfti að færa til jarðveg, skipta um jarðveg og fylla upp á öðrum stöðum.
2. þarna er sérstætt vistsvæði gróðurs þar sem mætast hlíðargróður í klappa- og skriðublönduðum
jarðvegi og votlendisgróður á láglendinu framan klappanna. á svæðinu finnast ýmsar plöntutegundir sem eru einkennandi fyrir slíkar
aðstæður (sjá nánar skýrslu dr. Harðar Kristinssonar í kafla 2.3 á bls. 7 í greinargerð II með
aðalskipulagstillögunni).
3. ástæða er til að vernda svæðið sbr. 37. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999, þar sem taldar eru upp jarðmyndanir og vistkerfi sem skulu
njóta sérstakrar verndar og forðast eins og kostur er að raska. þar er í c lið taldar upp mýrar og flóar , 3 hektarar að stærð
eða stærri.
4. í kærunni er vísað til þess, að á“sams konar svæði beggja vegna umrædds lands” sé gert ráð fyrir
íbúðarsvæðum og vísað til eftirfarandi:
Norðan svæðisins:
Fjörubyggð, merkt íS7.
Tvö svæði í landi Eyrarlands, merkt íS8.
Eitt svæði í landi Syðri -Varðgjár, merkt íS6.
Svæði í landi þórustaða, merkt íS13a.
Svæði í landi Kaupangs, merkt svæði íS12.
Sunnan svæðisins:
Svæði í landi Knarrarbergs, merkt íS11a.
Skipulagsnefnd mótmælir því að þessi svæði séu sams konar. Svæðin sem merkt eru íS13a og íS12 og sögð eru
norðan umrædds svæðis eru sunnan þess ásamt svæði í landi Knarrarbergs. þau svæði eru gjörólík að
því leyti að þau tengjast ekki með neinum hætti votlendissvæðinu heldur standa í brekkunum ofan þess.
Svæðin þrjú merkt íS7, íS8 og íS6 eru einnig gjörólík þar sem þau raska ekki votlendi. þá bendir nefndin
á að hún hefur hafnað erindi eiganda Eyrarlands um að nýta svæði sunnan reits sem merktur er íS8 (neðra svæðið úr landi
Eyrarlands) fyrir íbúðarbyggð enda er þá komið inn á sams konar svæði og samliggjand því sem hér er til umræðu
úr landi Leifsstaða. það skal tekið fram að eigandi Eyrarlands, sem sæti á í skipulagsnefnd, hafði áður lýst sig vanhæfan
til taka þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar, enda sat hann ekki þennan fund.
12. Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 – 2018.
Athugasemdafrestur er útrunninn. Engar athugasemdir bárust og leggur skipulagsnefnd til að sveitarstjórn samþykki breytinguna.
Fundi slitið kl. 20.15