Skipulagsnefnd

80. fundur 20. júní 2007 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur

80. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 5. júní 2007 kl. 18.15.
Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

1. Erindi Flugmódelfélags Akureyrar, dags. 29. maí 2007, beiðni um bygg-ingu smáhýsis (geymsluskúrs) við flugbraut félagsins á Melgerðis-melum.
Sótt er um leyfi til að byggja 14.4 ferm. geymsluhús. Með erindinu fylgir teikning af húsinu, mynd úr auglýsingabæklingi, yfirlitsmynd og afstöðuteikning.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt enda verði aflað skriflegs leyfis landeiganda fyrir staðsetningu hússins.

2. Erindi óskars Kristjánssonar, Grænuhlíð, um leyfi til að byggja á jörðinni fjós í stað þess sem eyðilagðist í skriðuföllum í des. 2007.
Með erindinu fylgir afstöðumynd í mælikv. 1: 1500 dags. í maí 2007 og yfirlitsmynd í mælikv. 1 : 4000, einnig dags. í maí 2007. Flatarmál byggingarinnar er áætlað ca. 140 ferm. og hámarkshæð ca. 5 m.
Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.

3. Erindi Rögnvaldar Símonarsonar, Björk, dags. 25. maí 2007, beiðni um rökstuðning fyrir bókun nefndarinnar á 75. fundi hennar um fjarlægðarmörk.
á 75. fundi nefndarinnar hinn 17. apríl 2007 voru til umfjöllunar fjarlægðir frá skipulögðum íbúðar- eða frístundasvæðum að næstu landamerkjum. Tilefnið var fyrirliggjandi tillaga eigenda Signýjarstaða úr landi Bjarkar að deiliskipulagi fyrir þrjú frístundahús á landinu. í umfjölluninni var vísað til ákvæðis um fjarlægðarmörk í gr. 2. 3. 1. í Greinargerð I með samþykktri tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025. ákvæðið er svohljóðandi "Eftirfarandi fjarlægðarmörk miðað við landamerki skulu gilda um skipulagða íbúðarbyggð- og frístundabyggð utan slíkra skipulagssvæða á þéttbýlis og séruppdráttum og annars staðar í sveitarfélaginu." Við nánari skoðun á orðalagi þessa ákvæðis hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu þetta orðalag beri að túlka svo að 50 m fjarlægðarmörkin eigi ekki við um svæði, sem á séruppdráttum eru skilgreind sem íbúðar- og frístundasvæði. Signýjarstaðir eru á séruppdrætti II skilgreindir sem frístundasvæði.
þessi túlkun nefndarinnar á umræddu orðalagi leiddi til þess að hún tók málið upp að nýju og ógilti fyrri bókun sína og heimilað byggingu 3ja frístundahúsa á umræddum skipulagsreit þar sem miðað verði við 25 m fjarlægð frá byggingarreitum að landamerkjum.
Fjórir nefndarmenn samþykktu þessa bókun. Emilía Baldursdóttir sat hjá.

4. Tillaga að deiliskipulagi vegna íbúðarhúss í landi þórustaða 2.
Tillagan er unnin af Kollgátu, Kaupvangsstræti 29, Akureyri, og sýnir lóð fyrir eitt íbúðarhús á hluta af landskika þar sem í tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025 er gert ráð fyrir að reisa megi tvö íbúðarhús.
Nefndin frestar afgreiðslu erindisins þar til fyrir liggur málsettur uppdráttur.

6. Erindi Jóns K. Arnarsonar, f. h. Skógræktarfélags Eyfirðinga, dags. 21. maí 2007, tillaga að deiliskipulagi skógræktarsvæðis úr landi Saurbæjar.
Nefndin felur sveitarstjóra að kanna hvort merking reiðleiða sé í samræmi við aðalskipulagstillöguna. Sé svo mælir nefndin með að tillagan verði sett í lögformlegt ferli.

5. Umsókn þverár Golf ehf., dags. 1. júní 2007, um framkvæmdaleyfi vegna námuvinnslu í landi Ytra-Hóls.
Nefndin bendir á að skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 er hér um að ræða framkvæmd sem er tilkynningarskyld sbr. 2. viðauka laganna.
Nefndin leggur þrátt fyrir það til að veitt verði tímabundið framkvæmdaleyfi til efnistöku á svæðinu sem miðast við 20 þús. rúmm. efnismagn að hámarki og vinnslutíma til 31. júlí. n. k. enda hefur svæðinu þegar verið raskað verulega. Vinnslan fari fram innan þess svæðis sem afmarkað er á yfirlits-mynd sem fylgir umsókninni. Hins vegar verði ekki frekara vinnsluleyfi veitt nema umsækjandi leggi fram fullnægjandi gögn eins og lög og reglugerðir ákveða.

Fundi slitið kl. 19.50.


Getum við bætt efni síðunnar?