Skipulagsnefnd

79. fundur 25. maí 2007 kl. 11:18 - 11:18 Eldri-fundur
79. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 24. maí kl. 18.15.
Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

1. Deiliskipulag óshólmasvæðis Eyjafjarðarár.
óshólmanefnd Eyjafjarðarár hefur tekið til afgreiðslu athugasemdir þær sem í byrjun ársins 2005 bárust við auglýsta tillögu að deiliskipulagi óshólmasvæðisins. Nefndin leggur til að athugasemdirnar verði afgreiddar með eftirfarandi hætti sbr. ódagsett bréf hennar mótt. 9. maí 2007:
"Að tekið verði til greina athugasemd frá eigendum Hvamms um að fella út reiðleið og aðkomu ásamt bifreiðastæði sem voru á deiliskipulagstillögunni í landi Hvamms. þess í stað verði aðkoma að svæðinu og bifreiðastæði í landi Akureyrar-bæjar, nánar tiltekið á athafnasvæði flugvallarsvæðisins. Gönguleið um Staðareyjuna verði breytt þannig að hringleið verði um eyjuna.
þá ákvað nefndin að fella niður efnistökusvæði sem áður var sýnt í landi Akureyrar vegna athugasemda Umhverfisstofnunar þar sem það var ekki í samræmi við aðalskipulag Akureyrarbæjar og minnka einnig efnistökusvæði í landi Eyjafjarðarsveitar.
Nefndin taldi ekki ástæðu til að verða við öðrum athugasemdum sem bárust við tillöguna."
Skipulagsnefnd bendir á að til viðbótar við framanskráð hefur landnotkun verið endurskilgreind á stórum hlutum svæðisins (austan austustu kvíslar Eyjafjarðarár) og gerir nefndin ekki athugasemd við það enda felst í því að ekki er verið að hefta hefðbundnar nytjar þess hluta svæðisins. þá telur nefndin að endursemja þurfi kaflann um efnistökuna með hliðsjón af ákvæðum í tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025 kafla 2.1.5 þar sem fjallað er um rannsóknir á áhrifum efnistöku á lífríki svæðisins. Hún leggur til að meginefni þess texta verði fært inn í texta deiliskipulagstillögunnar. þá þarf að samræma merkingu göngu- og reiðleiða við aðalskipulagstillöguna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.45.
Getum við bætt efni síðunnar?