78. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 22. maí kl.
18.15.
Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og Bjarni
Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.
1. Leifsstaðabrúnir, beiðni um breytingu úr frístundasvæði í íbúðarbyggð.
Mættir voru eigendur frístundalóðanna nr. 9 og 10 í Leifsstaðabrúnum þau Ari Sigþór Edvaldsson, Minný Kristbjörg
Eggertsdóttir, Bylgja Aradóttir og Gunnar Th. Gunnarsson f. h. eiganda lóðarinnar nr. 8 og Ingvar þóroddsson, lögfræðingur. Eigendur fyrrnefndra
lóða Ari Sigþór, Minný, Bylgja og Gunnar hafa óskað eftir því að lóðunum verði breytt í
íbúðarlóðir. Fleiri eigendur húsa á svæðinu hafa lýst yfir að þeir geri ekki athugasemd við breytinguna. Málið
ekki afgreitt en nefndin ákvað að fara í vettvangsferð á svæðið.
2. Umsókn um leyfi til að byggja fjárhús á jörðinni Halldórsstöðum.
Guðbjörn Elfarsson f. h. Rósu Hreinsdóttur, eigenda og ábúenda Halldórsstaða, óskar eftir leyfi til að byggja fjárhús á
jörðinni. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.
3. Erindi um breytingu á byggingarreit húss á lóðinni nr. 1 í Brúnahlíð og byggging á
aðstöðuhúsi.
Guðrún ösp Sævarsdóttir og Sigurður Eyþór Valgarðsson sækja um leyfi til að færa
húsið fram um 1 m miðað við gildandi skipulag og að byggja lítið aðstöðuhús (ca. 10 ferm). Fyrir liggur uppdráttur þar sem
nágrannar lýsa því yfir með áritun sinni að þeir geri ekki athugasemd við breytinguna. Nefndin leggur til að erindið verði
samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.55.